Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 34
32
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
Auður til ársloka 1963 að undanskildum tímanum sem hún var borgar-
stjóri 1959-1960 þegar Ragnhildur Helgadóttir leysti hana af og tók
Ragnhildur síðan 1964 við starfi Auðar hjá Mæðrastyrksnefnd. Tók
Auður þá aftur sæti í stjórn nefndarinnar og var þar allt til ársins 1987.
Iðulega leituðu nefndarkonur þó til Auðar með ýmislegt annað en
lagalega ráðgjöf og má nefna þegar Mæðrastyrksnefnd hóf byggingar-
framkvæmdir í Mosfellssveit. í febrúar 1948 var kosin nefnd til að
standa að því máli og var Auður formaður nefndarinnar. Land hafði
verið fengið í Mosfellssveit og þar var reist hús á fjórða hundrað
fermetra að grunnfleti. Um áratug síðar eða í júlí 1957 var sumarheim-
ili Mæðrastyrksnefndar að Hlaðgerðarkoti vígt með viðhöfn. Rakti
Auður þá byggingarsögu, sem var bæði löng og ströng, og afhenti
húsið síðan til nota sem hvíldarheimili fyrir þreyttar húsmæður í
Reykjavík og börn þeirra. Hafði slík hvíldardvöl ætluð konum, er ekki
nutu almenns orlofs, löngum verið snar þáttur í starfi Mæðrastyrks-
nefndar og var nú þama vel fyrir því séð.
Samstarfskona Auðar Auðuns í stjóm Mæðrastyrksnefndar árum
saman lætur þess getið hversu vel sér hafi líkað að vinna með Auði,
gott hafi verið að ræða við hana um ýmis úrlausnarefni er komu á borð
stjómarinnar og njóta ráðlegginga hennar. Auður var aldrei allra, segir
þessi viðmælandi, en ævinlega ráðholl hver sem í hlut átti.
I lok apríl 1945 var Auður skipuð í nefnd sem samkvæmt þings-
ályktun skyldi vera milliþinganefnd í stjórnarskrármálinu til ráðgjafar
og aðstoðar. Nefndina skipuðu ellefu manns frá öllum stjórnmála-
flokkum undir forsæti Sigurðar Eggerz, fyrrverandi forsætisráðherra,
og mætti kalla nýlundu, miðað við aldarháttinn, að fjórar konur voru
þar, ein frá hverjum flokki. Auður var í hópi fulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins og taldi, miðað við verksvið nefndarinnar, að lögfræðimenntun sín
hefði ráðið skipuninni. Annað áleit hún vera uppi á teningnum þegar
hún síðar sama ár er tilnefnd í prófkjör flokksins og athyglin hafi ekki
síður beinst að sér vegna starfa sinna hjá Mæðrastyrksnefnd, „það gaf
mér innsýn í þjóðfélagið sem ég hefði tæplega ella öðlast,“ sagði
Auður er hún seinna á ævinni rifjar upp innkomu sína í stjórnmál.