Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2004, Page 34

Andvari - 01.01.2004, Page 34
32 BJÖRG EINARSDÓTTIR ANDVARI Auður til ársloka 1963 að undanskildum tímanum sem hún var borgar- stjóri 1959-1960 þegar Ragnhildur Helgadóttir leysti hana af og tók Ragnhildur síðan 1964 við starfi Auðar hjá Mæðrastyrksnefnd. Tók Auður þá aftur sæti í stjórn nefndarinnar og var þar allt til ársins 1987. Iðulega leituðu nefndarkonur þó til Auðar með ýmislegt annað en lagalega ráðgjöf og má nefna þegar Mæðrastyrksnefnd hóf byggingar- framkvæmdir í Mosfellssveit. í febrúar 1948 var kosin nefnd til að standa að því máli og var Auður formaður nefndarinnar. Land hafði verið fengið í Mosfellssveit og þar var reist hús á fjórða hundrað fermetra að grunnfleti. Um áratug síðar eða í júlí 1957 var sumarheim- ili Mæðrastyrksnefndar að Hlaðgerðarkoti vígt með viðhöfn. Rakti Auður þá byggingarsögu, sem var bæði löng og ströng, og afhenti húsið síðan til nota sem hvíldarheimili fyrir þreyttar húsmæður í Reykjavík og börn þeirra. Hafði slík hvíldardvöl ætluð konum, er ekki nutu almenns orlofs, löngum verið snar þáttur í starfi Mæðrastyrks- nefndar og var nú þama vel fyrir því séð. Samstarfskona Auðar Auðuns í stjóm Mæðrastyrksnefndar árum saman lætur þess getið hversu vel sér hafi líkað að vinna með Auði, gott hafi verið að ræða við hana um ýmis úrlausnarefni er komu á borð stjómarinnar og njóta ráðlegginga hennar. Auður var aldrei allra, segir þessi viðmælandi, en ævinlega ráðholl hver sem í hlut átti. I lok apríl 1945 var Auður skipuð í nefnd sem samkvæmt þings- ályktun skyldi vera milliþinganefnd í stjórnarskrármálinu til ráðgjafar og aðstoðar. Nefndina skipuðu ellefu manns frá öllum stjórnmála- flokkum undir forsæti Sigurðar Eggerz, fyrrverandi forsætisráðherra, og mætti kalla nýlundu, miðað við aldarháttinn, að fjórar konur voru þar, ein frá hverjum flokki. Auður var í hópi fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins og taldi, miðað við verksvið nefndarinnar, að lögfræðimenntun sín hefði ráðið skipuninni. Annað áleit hún vera uppi á teningnum þegar hún síðar sama ár er tilnefnd í prófkjör flokksins og athyglin hafi ekki síður beinst að sér vegna starfa sinna hjá Mæðrastyrksnefnd, „það gaf mér innsýn í þjóðfélagið sem ég hefði tæplega ella öðlast,“ sagði Auður er hún seinna á ævinni rifjar upp innkomu sína í stjórnmál.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.