Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Síða 16

Andvari - 01.01.2004, Síða 16
14 BJÖRG EINARSDÓTTIR ANDVARI hlýlega til afa míns á Stað sem lagði sig fram um það, sem þá var ekki títt, að mennta dætur sínar, einkum í tungumálum,“ sagði Auður eitt sinn. Og Jón bróðir hennar tekur í sama streng í minningum sínum: „Við nutum þess systkinin, hve menntuð móðir okkar var. Hún vakti yfir námi okkar, þolinmóð en kröfuhörð ... leiðrétti mig og leiðbeindi.“ Móðurmóðir Auðar Auðuns, prestskonan á Stað, var Sigríður Snorradóttir (1833-1910) Jónssonar bónda að Klömbrum í Vesturhópi. Var Snorri einn þeirra húnvetnsku bænda sem yfirvaldið skikkaði í Vatnsdalshóla 1830 til að vera við aftöku Agnesar og Friðriks þegar, að boði sýslumanns, „enginn mátti undan líta.“ Sigríður dvaldist sem ung stúlka í Reykjavík tvo vetur við hannyrðanám hjá Guðrúnu Jónsdóttur Thorstensen landlæknis, á þeim árum er Sigurður málari Guðmunds- son var kominn að utan frá námi og beitti sér meðal annars fyrir endur- nýjun skautbúningsins. Lærði húnvetnska bóndadóttirin að baldýra, skattera og sauma nýja búninginn og flutti þá kunnáttu með sér er hún gerðist prestkona á Vestfjörðum til kvenna þar. Dætur hennar urðu því vel að sér bæði til munns og handa. Auður og systkini hennar minnast þess að Margrét Guðrún, móðir þeirra, sat með handavinnu er hún fylgdist með lærdómi þeirra heima við og ísaum iðkaði hún til æviloka. Heimasætan unga frá Stað hafði farið til Reykjavíkur þeirra erinda að nema við Kvennaskólann. Frændi hennar Bjöm M. Olsen, síðar rektor Reykjavíkurskóla, prófaði þekkingu hennar og mat svo að ekki þyrfti hún þeirrar skólagöngu við. Margrét Guðrún réðst síðan sem heimiliskennari að höfuðbólinu Ögri við Isafjarðardjúpl895 og sinnti því næstu fimm ár. Garðsstaðir voru í næsta nágrenni við höfuðbólið og skildi Ögursá að túnin í Ögri og á Garðsstöðum. Milli heimilanna voru gagnvegir, frænd- semi og gróin vinátta. Á Garðsstöðum bjuggu hjónin Sigríður Jónsdótt- ir og Jón Einarsson, á föðurleifð hans, ásamt sjö bömum sínum; þeirra elst var Jón Auðunn (1878-1953). Kennslukonan í Ögri og óðalsbónda- sonurinn á Garðsstöðum felldu hugi saman og bundust heitorði. Áður en til hjúskapar kom höfðu báðir foreldrar Jóns Auðuns látist með stuttu millibili, voru þá þrjú barna þeirra enn í bemsku. Faðir Sigríðar á Garðsstöðum var Jón Auðunsson á Eyri í Isafirði og bróðir hennar var Baldvin faðir Jóns alþingismanns og verkalýðsforingja. Foreldrar Jóns á Garðsstöðum voru Einar Magnússon bóndi þar og Karitas Ólafsdótt- ir hattamakara Ólafssonar á Eyri í Skötufirði. Þegar Ólafur dvaldist í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.