Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 9
ANDVARI
FRÁ RITSTJÓRA
7
ber ótvírætt enga ábyrgð á. Sigurður Líndal birti í Skírni 1992 grein um
stjómskipulega stöðu forseta Islands og í sama riti, vorhefti 2004, er ítarleg
og afar glögg ritgerð eftir Sigurð sem nefnist „Forseti íslands og synjunar-
vald hans“. Þessar ritgerðir ættu allir að lesa vandlega sem vilja setja sig inn
í málið. Sigurður Líndal hefur notið mikils álits sem lögfræðingur eins og
marka má af lofsamlegum formála ritsins Líndœlu sem út var gefið á sjötugs-
afmæli hans 2001. Þar segir: „Fjölmiðlarnir, sem segjast eiga að upplýsa
fjöldann, með vísun til óskilgreinds sjálfskipaðs hlutverks og einatt á grund-
velli yfirgripsmikils þekkingarleysis á fjölmörgum sviðum, knýja stundum
dyra Sigurðar fyrirvaralaust og verður þá sjaldan fátt um svör... En þessu
hlutverki hins óskoraða lögsögumanns almennings hefur Sigurður sinnt af
miklu örlæti og þolgæði og á miklar þakkir skildar fyrir og hefur stundum
einn og sjálfur komið í veg fyrir að „þjóðfélagsumræðan“ anaði út í ófært fen
eða forað, sem erfitt hefði reynst að ná henni upp úr.“
Undir þessi orð, sem rituð eru af engum öðrum en Davíð Oddssyni, fyrr-
verandi forsætisráðherra, er óhætt að taka. Hvað sem um fjölmiðlamenn má
segja og þekkingu þeirra eða vanþekkingu, verður ekki annað sagt en máls-
metandi stjómmálamenn hafi átt þátt í að umræðan í sumar anaði út í „fen
eða forað“, þegar þeir tóku að lesa allt annað út úr fyrirmælum stjórnarskrár-
innar en þar stendur. Og svo brá við að sá maður sem svo loflega hafði skrif-
að um Sigurð Líndal og „lögsögumannshlutverk“ hans í Líndœlu vísaði
aldrei til hinna glöggu skýringa hans á ákvæðinu um synjunarvald forseta
íslands!
Sem fyrr sagði lauk svo í sumar að fjölmiðlalögin voru dregin til baka með
nýjum lögum og engin þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram, þrátt fyrir skýlaus
fyrirmæli stjómarskrár. Hafði þó verið á það bent að með synjun forseta væri
hafið ferli sem hvorki hann né þingið gæti gripið inn í, málið væri sem sé úr
höndum þessara fulltrúa almennings og komið til þjóðarinnar sjálfrar. Verð-
ur því ekki mótmælt með gildum rökum. Það verður forvitnilegt að fylgjast
með vangaveltum lögspekinga um þetta mál í framtíðinni. Af reynslunni í
sumar má þó draga í efa að almennir borgarar verði miklu nær.
*
Ríkisstjóm Halldórs Ásgrímssonar hefur boðað að hafið verði starf við
endurskoðun stjórnarskrárinnar. Alls óljóst er nú hvert það muni leiða. Ekki
fer milli mála að vilji er til þess hjá ákveðnum stjórnmálamönnum að afnema
heimild forseta til að synja lögum staðfestingar sem í 26. greininni felst. Ef
það yrði gert má segja að úr embætti forseta Islands sé tekið allt bit, embætt-
ið yrði þá að valdalausu „sameiningartákni“ sem vandséð er að ástæða sé til
að þjóðin kjósi beinni kosningu, þingið gæti þá alveg eins gert það eins og til
stóð við stofnun lýðveldis. Raunar er umræðan um sameiningartákn nokkuð