Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 9

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 9
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 7 ber ótvírætt enga ábyrgð á. Sigurður Líndal birti í Skírni 1992 grein um stjómskipulega stöðu forseta Islands og í sama riti, vorhefti 2004, er ítarleg og afar glögg ritgerð eftir Sigurð sem nefnist „Forseti íslands og synjunar- vald hans“. Þessar ritgerðir ættu allir að lesa vandlega sem vilja setja sig inn í málið. Sigurður Líndal hefur notið mikils álits sem lögfræðingur eins og marka má af lofsamlegum formála ritsins Líndœlu sem út var gefið á sjötugs- afmæli hans 2001. Þar segir: „Fjölmiðlarnir, sem segjast eiga að upplýsa fjöldann, með vísun til óskilgreinds sjálfskipaðs hlutverks og einatt á grund- velli yfirgripsmikils þekkingarleysis á fjölmörgum sviðum, knýja stundum dyra Sigurðar fyrirvaralaust og verður þá sjaldan fátt um svör... En þessu hlutverki hins óskoraða lögsögumanns almennings hefur Sigurður sinnt af miklu örlæti og þolgæði og á miklar þakkir skildar fyrir og hefur stundum einn og sjálfur komið í veg fyrir að „þjóðfélagsumræðan“ anaði út í ófært fen eða forað, sem erfitt hefði reynst að ná henni upp úr.“ Undir þessi orð, sem rituð eru af engum öðrum en Davíð Oddssyni, fyrr- verandi forsætisráðherra, er óhætt að taka. Hvað sem um fjölmiðlamenn má segja og þekkingu þeirra eða vanþekkingu, verður ekki annað sagt en máls- metandi stjómmálamenn hafi átt þátt í að umræðan í sumar anaði út í „fen eða forað“, þegar þeir tóku að lesa allt annað út úr fyrirmælum stjórnarskrár- innar en þar stendur. Og svo brá við að sá maður sem svo loflega hafði skrif- að um Sigurð Líndal og „lögsögumannshlutverk“ hans í Líndœlu vísaði aldrei til hinna glöggu skýringa hans á ákvæðinu um synjunarvald forseta íslands! Sem fyrr sagði lauk svo í sumar að fjölmiðlalögin voru dregin til baka með nýjum lögum og engin þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram, þrátt fyrir skýlaus fyrirmæli stjómarskrár. Hafði þó verið á það bent að með synjun forseta væri hafið ferli sem hvorki hann né þingið gæti gripið inn í, málið væri sem sé úr höndum þessara fulltrúa almennings og komið til þjóðarinnar sjálfrar. Verð- ur því ekki mótmælt með gildum rökum. Það verður forvitnilegt að fylgjast með vangaveltum lögspekinga um þetta mál í framtíðinni. Af reynslunni í sumar má þó draga í efa að almennir borgarar verði miklu nær. * Ríkisstjóm Halldórs Ásgrímssonar hefur boðað að hafið verði starf við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Alls óljóst er nú hvert það muni leiða. Ekki fer milli mála að vilji er til þess hjá ákveðnum stjórnmálamönnum að afnema heimild forseta til að synja lögum staðfestingar sem í 26. greininni felst. Ef það yrði gert má segja að úr embætti forseta Islands sé tekið allt bit, embætt- ið yrði þá að valdalausu „sameiningartákni“ sem vandséð er að ástæða sé til að þjóðin kjósi beinni kosningu, þingið gæti þá alveg eins gert það eins og til stóð við stofnun lýðveldis. Raunar er umræðan um sameiningartákn nokkuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.