Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 89
andvari
KRISTUR OG FRAMTÍÐARLANDIÐ
87
undirtónn í ljóðunum, nánast almenn bjartsýni og jákvæð lífssýn, stundum er
hún stríðari, veraldlegri og sósíalískari, einstaka sinnum virðist þó mega líta
svo á að um raunverulega kristna eskatólógíu sé að ræða. Kemur það sterkast
fram í upphafi og lok þess tímabils sem hér er fjallað um. Þrjú síðustu erind-
in í kvæðinu Dagur í Alftirnar kvaka verða t. d. ekki skilin öðru vfsi en í ljósi
kristinna hugmynda um efsta dag, enda var ljóðið ort fyrir sinnaskipti skálds-
ins. í Sóleyjarkvœði gætir svipaðra áherslna. Framsetningin þar er þó alger-
lega veraldleg.
í jafnsaklausu tilefni og 25 ára afmæli UMFÍ (1932) orti Jóhannes Kveðju
sem birtist sama ár í Ég lœt sem ég sofi:,s' í þriðja kafla þess brýst sterk fram-
tíðarsýn og framtíðarþrá fram og hún er hápólitísk. Þar hvetur hann
æskulýðinn til að binda enda á „þetta grimma, gráa stríð“ þannig að hver fái
sitt og „hyljist grænu grasi sporin rauð.“56 Hæst rís eskatólógian þó í erindinu:
Þann dag, er sérhver hefur heimt sinn rétt
og hlotið sína ríku lífsins gjöf,
og mannkyn allt er orðið sama stétt,
sem eykur lífsins gildi jafnt og þétt,
— þann dag mun andinn halda lengra á höf.
Sú öld, sem ber sín böm á hjamið snauða,
er blind - og felur í sér gröf og dauða.57
Framtíðarsýn skáldsins kemur þó enn sterkar fram í kvæðinu Vér öreigar
(Samt mun ég vaka) sem líta má á sem samfellda sósíalíska túlkun á þjóðar-
sögunni frá landnámi til samtímans. Þar kom sögunni að alþýðan vaknaði og
sá „hinn sorglega feril“ sem saga hennar hafði einkennst af. í stað þjóðfrels-
isbaráttunnar kom stéttabarátta.5S í ljóðinu nær framtíðarsýnin hámarki í
tveimur síðustu erindunum og í lokin heitir skáldið því að öreigamir muni
berjast til þrautar „í bróðurlegri, einfaldri alvöru uns þeir fái frelsað hiðfyrir-
heitna land.“59 [Leturbreyting HH] Þar grípur skáldið til gyðing-kristins
orðalags um land fyrirheitisins sem ekki er staðleysa (útópía) í þeirri trúar-
hefð, heldur felur í sér bjargfasta vissu um komu „öðru vísi framtíðar“ þar
sem hinir fjötruðu muni njóta frelsis. í Brúnu höndinni (sama bók) sem ort er
vegna framrásar nasismans í álfunni kemur framtíðarvonin einnig sterkt fram
í lokaerindinu.60
Hvergi kemur pólitísk eskatólógía Jóhannesar þó fram í eins hreinræktaðri
ntynd og í ljóðinu Sovét-ísland (sama bók) sem hefst með hendingunni:
Sovét-ísland,
óskalandið,
- hvenær kemur þú?
61