Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 143
MARION LERNER
Þegar farfuglar fljúga aðeins á
vængjum útþrárinnar
Hugmynd um farfuglafélög kynnt
„Kvöldstund í janúar 1939 sátu tveir ungir stúdentar yfir kaffibolla á Hótel
Island og ræddu landsins gagn og nauðsynjar. M.a. bar á góma ferðalög og
útilíf, hin algjöra andstæða þess, sem blasti við augum þeirra á kaffihúsinu.
Stúdentarnir, þeir Bergur Vigfússon og Hilmar Kristjónsson, ... voru sam-
mála um, að hér á landi vantaði félagsskap, sem gerði ungu fólki kleift að
ferðast ódýrt og skoða land sitt sér til ánægju og hressingar. Var þeim ljóst að
við svo búið mátti ekki standa.“‘ Þessar línur skrifaði Þór Guðjónsson
tuttugu árum seinna, að vori 1959, í grein sem fjallar um upphaf farfugla-
hreyfingar á íslandi. Þór var vinur þeirra Bergs og Hilmars og saman ákváðu
þessir ungu menn í janúar 1939 að bæta úr vöntuninni og koma æskufélags-
skap um ferðalög og útivist á fót. Fljótlega hófu þremenningamir undirbún-
ingsstarfið.
Þeir kunnu augljóslega vel til verka því að þegar þann 10. febrúar 1939
fengu íslendingar að sjá ekki færri en fjórar blaðagreinar um farfuglahug-
myndina.2 Öll helstu blöð landsins fjölluðu um þennan fyrirhugaða félags-
skap. Og það var bara upphafið að sannkallaðri fréttabylgju. Þegar daginn
eftir, 11. febrúar 1939, fylgdu næstu greinar3 og svo koll af kolli næstu tíu
daga.
Það má gera ráð fyrir að fáir Islendingar hafi á þeim tíma vitað nokkum
skapaðan hlut um farfuglahreyfinguna sem til var í útlöndum, um stefnu
hennar og markmið. En með greinaskrifum dagblaðanna breyttist þetta. Vísir
greindi til að mynda mjög ítarlega frá upphafi þýsku farfuglahreyfingarinnar
sem var helsta fyrirmynd íslensku frumkvöðlanna. Höfundur þessarar grein-
ar var mjög gagnrýninn á þýska menningu eins og hann sá hana fyrir sér:
„Það sem ráðið hefir mestu og ef til vill öllu um stofnun þessarar
æskulýðshreyfingar, var þunglamalegur hugsunarháttur og fráhvarf frá nátt-
úrunni er ríkti meðal kynslóðarinnar sem þá hafði mest áhrif á stefnur og
strauma í þýsku menningar- og þjóðlífi.“4 Og um ungu mennina segir stuttu