Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 72
70
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARl
löggjöfin,“ og braut efnið upp í eftirfarandi spurningar: „Hverjar eru
aðalbreytingar í nýju lögunum um hjúskap? Er húsmóðirin sem ekki
vinnur utan heimilis, talin á framfæri eiginmanns samkvæmt lögum?
Hver hefur umráðarétt yfir hjúskapareign? Hver eru áhrif sakar varð-
andi hjónaskilnað eða sambúðarslit?“ Skemmst er frá því að segja að
erindið var mjög áheyrilegt og fræðandi, enda Auður þaulkunnug
efninu og veitti greið svör við spurningum í miklum og líflegum
umræðum ráðstefnugesta. Ræðustíll hennar var lágvær en framsetning
hiklaus og án allra tilburða og hún náði hlustum viðstaddra.
Lögfræðingur úr stétt kvenna er átti samleið með Auði í starfi sifja-
laganefndar mat hana sem ákveðna, pólitíska en faglega, hún viðhafði
vönduð og skipulögð vinnubrögð og hélt fram verkaskiptingu í þeim
viðfangsefnum sem þær höfðu með höndum. Ef til vill varð að gaman-
máli hjá sifjalaganefnd þegar þar var fjallað um íslenskt nafnakerfi að
nefndarmenn báru nöfnin: Auðuns, Möller og Snævarr.
Þegar Auður hafði verið skipuð ráðherra vakti það verulega athygli
að kona væri á stóli ráðherra og nýtt í íslenskri stjórnsýslu. Mörg viðtöl
birtust við hana í ýmsum tímaritum og dagblöðum og er áhugavert að
glugga í það efni. I 19. júní er hún 1971 meðal annars spurð: „Var
nokkur tími til að stunda eitthvert tómstundagaman?“ og Auður svar-
ar: „Auk lesturs bóka, sem alltaf má finna sér stund og stund til, hefur
mitt tómstundagaman einna helst verið handavinna og þvílíkt fyrir
heimilið.“ Enn er spurt: „Er ráðherrastóllinn ekki fremur ómjúkur
sess?“ Svar ráðherra: „Það gefur auga leið, að í lýðræðisþjóðfélagi, þar
sem gagnrýni er öllum frjáls, getur ráðherrastóllinn, ef svo ber undir,
orðið ómjúkur sess, hvort heldur gagnrýnin er réttmæt eða ekki.“
Auður Auðuns var ekki eingöngu dómsmálaráðherra heldur einnig
ráðherra kirkjumála. Sjálf segir hún að í málefnum kirkjunnar hafi
engin stærri mál verið á döfinni þann tíma sem hún gegndi því starfi.
Haft hefur verið á orði að Auður væri kirkjulega sinnuð og víst er að
kirkjan var henni kær. í málgagni íslensku þjóðkirkjunnar Kirkjuritinu
er hún boðin velkomin og árnað heilla í starfi. Jafnframt er beint til
hennar nokkrum spumingum: „Álítið þér kirkjuna gegna mikilvægu
hlutverki í þjóðlífinu og þá hvers konar helst?“ Því svarar Auður svo:
„Eg tel, að kærleiksboðskapur og siðalærdómur kristinnar trúar eigi
erindi til mannanna á hverri tíð, og að kirkjan sem boðberi þeirra kenn-
inga hafi miklu hlutverki að gegna.“ Næsta spurning gæti strangt tekið
skoðast eldheit miðað við skiptar skoðanir um málefnið meðal lands-