Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 27
andvari
AUÐUR AUÐUNS
25
Vorið 1934 barst Háskóla íslands boð frá tvennum stúdentasamtök-
um í Englandi um að senda sex stúdenta frá skólanum í kynnisför til
enskra háskóla. Voru valdir til fararinnar fjórir piltar og tvær stúlkur og
var Auður önnur þeirra. Skiptust þau þannig á deildir háskólans að
laganemar voru þrír, læknanemar tveir og einn úr norrænudeild.
Hópurinn var níu daga í Cambridge og síðan tíu daga í London og
bjuggu hjá fjölskyldum en neyttu máltíða ýmist í stúdentagörðum eða
á heimilum manna. Mælst var til þess við Auði að rita frásögn af ferð-
inni og birtist grein hennar í Stúdentablaðinu í desember sama ár.
Háskólinn í Cambridge er með elstu háskólum heims og þar eru ýmsir
siðir rótgrónir sem setja svip á daglegt líf stúdenta, frábrugðið því sem
einkennir hinn unga háskóla í Reykjavík. Auður lýsir fjörugu lífi stúd-
entanna í hinum aldna skólabæ, aðstöðunni á stúdentagörðunum, fögru
umhverfi við ána Cam og hvemig stjóm skólans er háttað. Fjöldi stúd-
entanna er 5-6 þúsund á 17 stúdentagörðum, af þeim eru tveir fyrir
konur en þær eru um 10% af heildinni. „Það var ekki fyr en laust eftir
síðustu aldamót, að konur fengu aðgang að fyrirlestrum og prófum
háskólans,“ segir Auður um aðstöðu kynsystra sinna til æðra náms á
þeim slóðum.
Skrif hennar eru greinargóð og lýsandi og hún hefur unað vel dvöl-
inni í félagslífinu í Cambridge. Um framhald fararinnar segir hún: „í
London vörðum við tímanum aðallega til þess að skoða borgina, og
kynntumst lítið stúdentalífinu, sem mun vera líkt og í öðrum stórborg-
um, og með allt öðrum hætti en í Cambridge, enda vantar þar eitt aðal-
skilyrði hins fjöruga stúdentalífs, sambúðina á stúdentagörðunum.“
Þessi viðburðaríka kynnisför til Englands í hópi skólafélaga á vordög-
um 1934 var fyrsta utanlandsferð Auðar. Framundan var síðasta ár
hennar í lagadeildinni og um lokaprófið að tefla.
Átta stúdentar luku embættisprófi í lögum frá Háskóla Islands árið
1935, þar af tveir í febrúar og sex í júnímánuði. Auður þreytti prófið
H- júní ásamt Einari Amalds, tveimur dögum síðar þeir Einar
Asmundsson og Gunnar A. Pálsson og enn tveimur dögum seinna
Hermann Jónsson og Sigurgeir Sigurjónsson. Öll hlutu þau fyrstu
einkunn sem candidati juris frá Háskólanum.
Auður Auðuns var rétt sloppin frá prófborðinu og í glöðum vinahópi
þegar blaðamaður króaði hana af á götu og vildi fá að vita „hvað
lögfræðingurinn, okkar fyrsti kvenlögfræðingur ætlast nú fyrir,“ og
hún svarar, „það er ekkert ákveðið ennþá, það eru líka tæplega liðnar