Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 147

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 147
ANDVARI ÞEGAR FARFUGLAR FLJÚGA AÐEINS Á VÆNGJUM ÚTÞRÁRINNAR 145 afar áhugaverð. Greinin hefst á lýsingu atburða sem gerðust um árið 1900 í smábænum Steglitz nálægt Berlín í Þýskalandi. Hann sér fyrir sér þrjá pilta sem „... tóku sig til og í stað þess að sitja liðlangt kvöldið og fram á nótt yfir skræðum sínum, hlupust þeir á brott frá öllu saman eitthvað langt út í skóg þangað sem fóturinn fór, þar áttu þeir svo til að kveikja bál og setjast hring- inn í kring um það, syngja og segja hver öðrum sögur og æfintýr þar til roðaði af degi.“19 Strax í upphafi sést að ákveðinn þjóðsagnablær umlykur þennan hluta greinarinnar, það er án efa vísvitandi gert og hluti af mælsku- list höfundar. Myndin sem hann dregur upp er enn rómantískari en sú sem kom fram í dagblaðagreinunum. Frásögnin minnir samt óneitanlega helst á flótta frá hversdagsleikanum. í framhaldinu segir frá því að þessar óvenju- legu athafnir piltanna hafi vakið athygli víða í Þýskalandi og einnig að þær hafi verið í andstöðu við umhverfið „eins og hugarfari og háttum fólks var farið í þá daga“20. Hér hefst gagnrýni Bergs á menninguna: „Hvorttveggja [hugarfar og hættir fólks] var mjög mótað af raunsæisstefnunni svokölluðu, en henni hætti oft og tíðum til að vera blátt áfram svartsýn og laus við það víða hugarflug og oft hugsjónaeld, sem hinar bjartsýnni stefnur í listum kveikja.“21 Bergur bendir beinlínis á stefnur í listum til að útskýra gagnrýnisvert hugarfar fólks og lífshætti þess. Hann tengir raunsæisstefnuna við svartsýni annars vegar og skort á hugarflugi og hugsjónaeldi hins vegar. Raunsæisstefnunni er þannig lýst fyrst og fremst út frá skorti eða neikvæðum áhrifum á hugsunar- hátt fólks. Raunsæisstefnan er oft skilin sem andsvar við rómantísku stefnunni og það kemur fljótlega í ljós að Bergur er þeirrar skoðunar og hneigist að rómantík. Þó að engin ein skilgreining á rómantísku stefnunni sé til má tala um viss samkenni hennar eins og Páll Valsson telur þau upp: „Svipaða heimssýn sem einkum byggist á ákveðnum skilningi á náttúrunni; hliðstæða sýn á eðli skáldskapar sem byggir á mikilvægi ímyndunarafls og innsæis; og ... svip- aðar hugmyndir um skáldskaparstíl sem taki einkum til myndmáls, tákna og goðsagna“22. í þýsku rómantísku stefnunni er greint á milli tveggja skóla eða tímaskeiða: Jena-skólans sem varð til seint á 18. öld og mótaði hina heim- spekilegu hlið rómantíkurinnar - einkum náttúruheimspeki - og Heidelberg- skólans sem varð til í byrjun 19. aldar og var meira á sögulegum og þjóðleg- um slóðum; starfstími hans er oftast kallaður blómaskeið rómantíkurinnar. Heidelberg-skólinn hafði sérstakan áhuga á miðöldum og „öllu sem þeim tengdist og kalla mátti einfalt, alþýðlegt og þjóðlegt“.23 Undir áhrifum rómantísku stefnunnar störfuðu t.d. Grimm-bræður og söfnuðu þjóðsögum. Bók þeirra kom út upp úr 1812 undir titlinum „Kinder- und Hausmárchen “ og má teljast upphaf að söfnun og rannsóknum á þjóðsögum í hinum þýsku- mælandi löndum og helsta fyrirmynd fyrir þjóðsagnasafnara og fræðimenn í Evrópu yfirleitt, en þar á meðal var Jón Ámason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.