Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 29
andvari
AUÐUR AUÐUNS
27
þegar fyrsti meydómur féll á íslandi!“ sagði Auður er hún minntist
þessa.
En breytingar voru fram undan í lífi Auðar Auðuns. Hún var heit-
bundin skólabróður sínum, Hermanni Jónssyni (1912-1969) fulltrúa
tollstjóra í Reykjavík og hæstaréttarlögmanni. Foreldrar Hermanns
voru Asta Pétursdóttir Thorsteinsson kaupmanns á Bíldudal og Jón
tollstjóri Hermannsson (Hermannius Elías Johnsson) sýslumanns á
Velli í Hvolhreppi Jónssonar. Auður og Hermann voru gefin saman í
Isafjarðarkirkju 11. ágúst 1936 af Sigurgeiri Sigurðssyni þáverandi
sóknarpresti, síðar biskupi. Eftir giftinguna reistu ungu hjónin bú í
Reykjavík þar sem heimili þeirra og starfsvettvangur var æ síðan.
Auður og Hermann eignuðust fjögur börn; þau eru Jón kvikmynda-
gerðarmaður fæddur 1939, Einar skipaverkfræðingur fæddur 1942,
Margrét fomleifafræðingur fædd 1949 og Árni kennari fæddur 1954.
I fyrstu, eftir að Auður hóf búskap með manni sínum, hafði hún
ýmis verkefni sem hún vann að heima en hún fór ekki út í starf á sínu
sviði fyrr en 1940 þegar hún gerist lögfræðilegur ráðunautur Mæðra-
styrksnefndar í Reykjavík. Var það að tilmælum Laufeyjar Valdimars-
dóttur, er fyrr var nefnd, formanns nefndarinnar. Hún hafði mikinn hug
á því að konur ættu kost á stuðningi í lagalegum efnum og unnt væri
að veita aðstoð efnaminni konum sem ættu örðugt á sviði sifjaréttar.
Laufey hafði sjálf starfað við þetta á vegum nefndarinnar og sá eftir að
hafa ekki lesið lög, en hún hafði stundað tungumálanám við Kaup-
mannahafnarháskóla á árunum 1910-1917.
Mæðrastyrksnefndin skaut rótum frá Kvenréttindafélagi Islands
(KRFÍ) er var stofnað árið 1907. Laufey var formaður þess 1927-1945
°g beitti sér mjög í því starfi fyrir bættum hag mæðra og barna þeirra.
Auður Auðuns gekk í félagið fljótlega eftir að hún fluttist til Reykja-
víkur. Auðar getur fyrst hjá KRFÍ á landsfundi félagsins sem haldinn
var í Alþingishúsinu í júní 1938. Þema fundarins var réttarstaða
kvenna. Flutti Auður erindi um afstöðu foreldra til óskilgetinna bama
°g gerði grein fyrir löggjöf á því sviði. í lok fundar var kjörin nefnd
Ijögurra kvenna, var Auður ein þeirra, til að ganga frá skýrslu um rétt-
arstöðu kvenna hér á landi og senda Þjóðabandalaginu að tilmælum
þess. KRFÍ var aðili að Alþjóðasamtökum kvenréttindafélaga og höfðu
þau samtök náin tengsl við bandalagið.
I febrúar 1928 fórst togarinn Jón forseti út af Stafnesi. Af 25 manna
ahöfn komust aðeins tíu af. Þetta átakanlega sjóslys, þar sem mörg