Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 26
24
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
félaginu, meðan hennar naut við, var Laufey Valdimarsdóttir
(1890-1945) er fyrst stúlkna sat alla bekki menntaskólans og lauk
stúdentsprófi þaðan fyrst íslenskra kvenna 1910. Síðar sameinuðust
Kvenstúdentafélagið og Félag íslenskra háskólakvenna, starfar það
félag enn og var Auður Auðuns alla ævi félagsmaður þar.
Undir maílok 1930 tók Auður próf í forspjallsvísindum og fékk
ágætiseinkunn; próftaki samhliða henni og einnig með láði var sam-
stúdent hennar frá menntaskólanum, Bjöm Sigfússon, síðar háskóla-
bókavörður.
Flest sumur sem Auður var í háskólanum dvaldist hún vestra á heim-
ili foreldra sinna. Samtök kvenna á ísafirði kunnu vel að meta að svo
einörð stúlka á menntabraut var í bænum og fengu hana sem ræðu-
mann á kvenréttindadaginn 19. júní 1931. Var það í fyrsta skipti sem
hún hélt ræðu opinberlega. Með stjómarskrárbreytingu 19. júní 1915
öðluðust íslenskar konur kosningarrétt og kjörgengi; í minningu þeirrar
réttarbótar hétu konur því að koma upp landspítala. Viðamikil fjársöfn-
un í þeim tilgangi fór fram árum saman og var þessi tiltekni dagur
helgaður því málefni. Landspítalinn tók til starfa í árslok 1930 og
höfðu konur lagt drjúgan hlut þar að. Enn var fjár þörf og nauðsyn á að
eggja konur að nýta réttindi sín. í ræðu sinni rakti Auður baráttu
kvenna í áranna rás fyrir auknum réttindum, greindi frá kosningarrétt-
inum og kjörgenginu og gildi þess að konur notfærðu sér þessi réttindi.
Nærtækt dæmi var að móðir hennar, Margrét Guðrún, var komin á
fimmtugsaldur er hún átti þess kost að ganga að kjörborði, enda þótt
eiginmaður hennar væri alþingismaður; en Auður dóttir þeirra nánast
borin til þeirra réttinda. Skil höfðu orðið milli kynslóða.
Stúdentablaðið flytur í ársbyrjun 1930 fregn af því að Auður Auðuns
hafi lagt fyrir sig lögfræðinám, fyrst íslenskra stúlkna, og birtir mynd
af henni til sannindamerkis. En fleira segir af henni þar. Auður hafi
snemma getið sér ágætan orðstír sem leikkona er hún lék í skólaleik,
því miður ekki nema einum: „Væntanlega getur hún séð sér fært að
taka þátt í leiksýningum stúdenta, og hefur þeim þá bæst í hópinn leik-
kona með hæfileikum og miklum dugnaði.“ Árið 1931 færði félagið
Germanía í Reykjavík upp að hluta Faust eftir Goethe (frum-Faust) og
fór Auður Auðuns með hlutverk Gretchen. Samleikarar hennar voru
Wolfgang Mohr, síðar prófessor í Göttingen, sem lék Faust og Hans
Lenz, síðar ráðherra í stjórn Adenauers, er lék Mefisto. Sýningin var í
Iðnó og leikið á þýsku.