Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 26

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 26
24 BJÖRG EINARSDÓTTIR ANDVARI félaginu, meðan hennar naut við, var Laufey Valdimarsdóttir (1890-1945) er fyrst stúlkna sat alla bekki menntaskólans og lauk stúdentsprófi þaðan fyrst íslenskra kvenna 1910. Síðar sameinuðust Kvenstúdentafélagið og Félag íslenskra háskólakvenna, starfar það félag enn og var Auður Auðuns alla ævi félagsmaður þar. Undir maílok 1930 tók Auður próf í forspjallsvísindum og fékk ágætiseinkunn; próftaki samhliða henni og einnig með láði var sam- stúdent hennar frá menntaskólanum, Bjöm Sigfússon, síðar háskóla- bókavörður. Flest sumur sem Auður var í háskólanum dvaldist hún vestra á heim- ili foreldra sinna. Samtök kvenna á ísafirði kunnu vel að meta að svo einörð stúlka á menntabraut var í bænum og fengu hana sem ræðu- mann á kvenréttindadaginn 19. júní 1931. Var það í fyrsta skipti sem hún hélt ræðu opinberlega. Með stjómarskrárbreytingu 19. júní 1915 öðluðust íslenskar konur kosningarrétt og kjörgengi; í minningu þeirrar réttarbótar hétu konur því að koma upp landspítala. Viðamikil fjársöfn- un í þeim tilgangi fór fram árum saman og var þessi tiltekni dagur helgaður því málefni. Landspítalinn tók til starfa í árslok 1930 og höfðu konur lagt drjúgan hlut þar að. Enn var fjár þörf og nauðsyn á að eggja konur að nýta réttindi sín. í ræðu sinni rakti Auður baráttu kvenna í áranna rás fyrir auknum réttindum, greindi frá kosningarrétt- inum og kjörgenginu og gildi þess að konur notfærðu sér þessi réttindi. Nærtækt dæmi var að móðir hennar, Margrét Guðrún, var komin á fimmtugsaldur er hún átti þess kost að ganga að kjörborði, enda þótt eiginmaður hennar væri alþingismaður; en Auður dóttir þeirra nánast borin til þeirra réttinda. Skil höfðu orðið milli kynslóða. Stúdentablaðið flytur í ársbyrjun 1930 fregn af því að Auður Auðuns hafi lagt fyrir sig lögfræðinám, fyrst íslenskra stúlkna, og birtir mynd af henni til sannindamerkis. En fleira segir af henni þar. Auður hafi snemma getið sér ágætan orðstír sem leikkona er hún lék í skólaleik, því miður ekki nema einum: „Væntanlega getur hún séð sér fært að taka þátt í leiksýningum stúdenta, og hefur þeim þá bæst í hópinn leik- kona með hæfileikum og miklum dugnaði.“ Árið 1931 færði félagið Germanía í Reykjavík upp að hluta Faust eftir Goethe (frum-Faust) og fór Auður Auðuns með hlutverk Gretchen. Samleikarar hennar voru Wolfgang Mohr, síðar prófessor í Göttingen, sem lék Faust og Hans Lenz, síðar ráðherra í stjórn Adenauers, er lék Mefisto. Sýningin var í Iðnó og leikið á þýsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.