Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 84
82
HJALTI HUGASON
ANDVARI
Höfðingjar þessa heims í dag
helvítis logum rauðum
varpa á himins hlið,
breyta ódáins akri í flag,
auðgast á stríði og nauðum
og kalla það kristinn sið
- hafa þannig að háði
hann, sem boðaði frið.30
Verk Krists fólst í því að gera uppreisn gegn þessum „seiðskröttum valds og
seims“ og vekur samhljóm í tilfinningalífi skáldsins. Uppreisnin fólst ekki
síst í því að Kristur stóð í hlíð fjallsins (sbr. Fjallræðuna) og ráðlagði fólki að
„...trúa/á síungan sannleikann,/unz drottinvaldið hann dæmdi/ til dauða sem
glæpamann“.31 Hér mætum við því hinum pólitíska Kristi, uppreisnarmann-
inum Kristi, spámanninum Kristi, Kristi sem barðist gegn valdhöfunum við
hlið hinna snauðu og kúguðu.
I Mannssyninum eru lykilatburðir Nýja testamentisins og biblíusagnanna
síðan raktir í sextán sjálfstæðum ljóðum. Framan af er Kristi lýst sem manni
sem er ómeðvitaður um hlutverk sitt og það sem beið hans. I sjötta ljóði,
Heimsríkinu, sem rekur freistingarsöguna, verða ákveðin hvörf:
En vitið þið hvað?
Okkar vinur bað:
Vík frá mér, Satan! - og rölti af stað.
(Sitt heimsríki að fá
þannig hnjánum á,
eins og helvítis þræll - slíkt var af og frá!).32
Þá var það (hór-)konan sem þvoði fætur Krists með tárum sínum og þurrkaði
það höfuðhári sínu (Lúkasarguðspjall 7: 36 og áfram) sú sem fyrst skynjaði
hlutverk Krists eins og kemur fram í Nardus (10. ljóði):
Ég þekki marga hetju. Hann er mestur.
Hans hvíti armur dauðans lögmál brýtur.
Hans frelsisrödd er gullinn þeyr sem þýtur.
Ég þekki margan öðling. Hann er beztur.
Ég undrast Hann. í öllum mínum taugum
er eitthvað, sem Hans þögla valdi lýtur.
Nú geng ég inn og heilsa. Hann er setztur.33
í þessu var hún fremri nánustu lærisveinum Krists, ekki síst Júdasi sem sagð-
ur er hafa selt „..eitt spámannstetur/ á sextíu og sjö krónur danskar/að sögn -
og þó hálfri betur-,“34