Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 61

Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 61
andvari AUÐUR AUÐUNS 59 Undirbúnar voru viðamiklar tillögur í efnahagsmálum sem stjórnin lagði fram í frumvarpsformi þegar þing kom saman eftir hlé snemma árs 1960 og tókst í öllum aðalatriðum að framfylgja þeim á tólf ára stjómartíma. í stórum dráttum snerust aðgerðirnar um eftirfarandi: Tekin var upp raunhæf gengisskráning miðað við að útflutningsfram- leiðslan bæri sig án bóta eða styrkja, tryggingabætur voru stórauknar og nýttar lagaheimildir til að greiða niður ýmsar nauðsynjar, tekju- skattur var felldur niður af almennum launatekjum, verulega var dreg- ið úr innflutningshöftum og vísitölukerfið afnumið en frjálsir samning- ar á vinnumarkaðinum óhindraðir - með því var rofin víxlhækkun kaupgjalds og verðlags sem undanfarið hafði keyrt áfram verðbólgu- hjólið. Til þess að tryggja hallalausan ríkisbúskap var lögfestur nýr gjald- stofn - 3% söluskattur á vörur og þjónustu. Þann 20. febrúar varð frumvarp ríkisstjórnarinnar um efnahagsúrbætur að lögum á Alþingi og heitið Viðreisn varð fólki munntamt. Ekki skyldi tjaldað til einnar nætur því meginstefið var að efnahagslíf þjóðarinnar kæmist á traust- an og viðunandi grundvöll til framtíðar. Stjómin hafði 33 þingmönn- urn á að skipa móti 27 manns í stjórnarandstöðu og í efri deild sátu 20 þingmenn. I þingdeildum voru samsvarandi nefndir og þar eð mun færri þing- menn voru í efri deild en þeirri neðri komu meiri nefndastörf á efri- deildarmenn. Auður Auðuns var allan þingtíma sinn í menntamála- nefnd og um skeið formaður hennar; enn fremur var hún í heilbrigðis- °g félagsmálanefnd og um tíma í iðnaðamefnd deildarinnar. Framan af þingsetu sinni var Auður fremur hljóðlátur þingmaður, aldrei langorð en gagnorð, ótrauð sem ræðumaður og gat verið hörð í hom að taka. Eftir að hún komst í stjómarandstöðu (1971-1974) mætti segja að hún hafi færst í aukana og haft sig meira í frammi. Auður var eitt sinn spurð hvort eitthvað hafi orðið henni öðrum málum fremur minnisstætt frá árunum á þingi. Af mörgu væri vissu- ^ega að taka en efst í huga sér yrði „samningurinn um lausn landhelgis- deilunnar við Breta 11. mars 1961 þegar viðurkenning fékkst á 12 mdna fiskveiðilögsögu íslendinga,“ og bresk herskip hættu aðgerðum §egn íslenskum skipum á fiskimiðunum umhverfis landið. Hernaðar- aðgerðir Breta að þessu sinni höfðu staðið allar götur frá 1. september 1958 þegar gildi tók reglugerð um útfærsluna. Stækkun fiskveiðilög- sogunnar var lífsnauðsyn fyrir íslensku þjóðina og lausn deilunnar við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.