Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 148
146
MARION LERNER
ANDVARI
Að mati Bergs Vigfússonar hvarf hinn rómantíski arfur með tilkomu raun-
sæisstefnunnar sem hafði mikil áhrif á hugarfar þýsku þjóðarinnar: „Menn
lítilsvirtu æfintýrin, sem höfðu átt að gerast úti í skógunum og fjöllunum,
slíkt væri uppspuni draumóramanna, sem enginn fótur væri fyrir, þessvegna
að eins villandi að lesa og verða fyrir áhrifum af.“24 En meint hvarf hins
rómantíska arfs skildi eftir sig tómarúm sem olli sumum miklum þjáningum:
„En einmitt sögumar og sagnirnar aftan úr draumbláma fortíðarinnar urðu
þær taugar, sem hinir draumlyndari aldrei gátu neitað sér um að hlusta í
gegnum á hinar ljúfu heillandi sagnir innanúr rökkurró hinna risavöxnu
skóga og æfintýraheim blámóðu fjallanna.“25
í framhaldinu snýr Bergur sér að þeim þjóðfélagshópi sem skiptir hann
mestu máli. Hann telur að æskan hafi átt sérstaklega erfitt með að sætta sig
við ævintýraleysi og draumleysi raunsæis hversdagslífsins eða eins og hann
orðar það: „Æskan átti svo erfitt með að sætta sig við og trúa, að enginn
heimur væri til fegurri og yndisauðgari en hinn þröngi bás hins daglega stríðs
og hugsjónasnauðu hvíldarstunda.“26 Hér kemur fram sú skoðun að æskufólk
sé sá hluti þjóðfélagsins sem sé hvað næmastur fyrir neikvæðum straumum
en í æskunni búi jafnframt byltingarkraftur og nýjungaþorsti þjóðarinnar. A
meðan hinir fullorðnu sætti sig við hugsjónaleysið sé æskan ekki tilbúin að
láta taka frá sér alla drauma og þá þrá að geta horft í annan heim þar sem
fegurð og yndi eru ennþá til. Þessi heimur birtist að mati greinarhöfundar í
ævintýrum og sögum. Það er einkennilegt að þennan heim er ekki að finna í
framtíðinni, sem ætti að vera sá vettvangur sem æskan ætti helst að helga sér,
heldur liggur hann einmitt í fortíðinni og óraunveruleikanum, í ævintýrum og
draumum. Algjörlega ævintýrakennd er þá einnig sú mynd sem Bergur dreg-
ur upp af bjargvættunum eða stúdentunum sem kalla á æskumenn utan úr
fjarskanum: „Það var því sem hún vaknaði af draumi, er ungu stúdentamir
kölluðu á hana fagnandi röddum, þeim einum, er hún kannaðist við innan úr
æfintýraheimum sínum, að þeir hefðu fundið æfíntýraheiminn sjálfan!“27
Fyrstu farfuglamir uppgötvuðu þannig að ævintýraheimurinn er ennþá til en
hann er að finna úti í náttúrunni.
Bergur flytur mál sitt hér einungis út frá fagurfræðilegum sjónarmiðum.
Hann fjallar alls ekki um ástand hins þýska þjóðfélags í heild sinni, t. d. út
frá gagnrýni á félagsleg atriði, þjóðfélagsbreytingar, iðnvæðingu, umsvif í
stjómmálum, skólamálum eða önnur slík efni, sem verður að teljast merki-
legt í ljósi þess að þetta gerist 1939! Rökræða hans snýst um ævintýri,
drauma, fegurð og „annan heim“ og hann tengir allt þetta á mjög óljósan hátt
fjöllum og skógum, þ.e. náttúrunni, þegar hann segir að „hinar ljúfu heillandi
sagnir“ kæmu „innanúr rökkurró hinna risavöxnu skóga og æfintýraheim
blámóðu fjallanna“.28
Ævintýri eru þjóðararfur. Þau urðu til fyrir langa löngu og að þeim steðj-