Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2004, Side 148

Andvari - 01.01.2004, Side 148
146 MARION LERNER ANDVARI Að mati Bergs Vigfússonar hvarf hinn rómantíski arfur með tilkomu raun- sæisstefnunnar sem hafði mikil áhrif á hugarfar þýsku þjóðarinnar: „Menn lítilsvirtu æfintýrin, sem höfðu átt að gerast úti í skógunum og fjöllunum, slíkt væri uppspuni draumóramanna, sem enginn fótur væri fyrir, þessvegna að eins villandi að lesa og verða fyrir áhrifum af.“24 En meint hvarf hins rómantíska arfs skildi eftir sig tómarúm sem olli sumum miklum þjáningum: „En einmitt sögumar og sagnirnar aftan úr draumbláma fortíðarinnar urðu þær taugar, sem hinir draumlyndari aldrei gátu neitað sér um að hlusta í gegnum á hinar ljúfu heillandi sagnir innanúr rökkurró hinna risavöxnu skóga og æfintýraheim blámóðu fjallanna.“25 í framhaldinu snýr Bergur sér að þeim þjóðfélagshópi sem skiptir hann mestu máli. Hann telur að æskan hafi átt sérstaklega erfitt með að sætta sig við ævintýraleysi og draumleysi raunsæis hversdagslífsins eða eins og hann orðar það: „Æskan átti svo erfitt með að sætta sig við og trúa, að enginn heimur væri til fegurri og yndisauðgari en hinn þröngi bás hins daglega stríðs og hugsjónasnauðu hvíldarstunda.“26 Hér kemur fram sú skoðun að æskufólk sé sá hluti þjóðfélagsins sem sé hvað næmastur fyrir neikvæðum straumum en í æskunni búi jafnframt byltingarkraftur og nýjungaþorsti þjóðarinnar. A meðan hinir fullorðnu sætti sig við hugsjónaleysið sé æskan ekki tilbúin að láta taka frá sér alla drauma og þá þrá að geta horft í annan heim þar sem fegurð og yndi eru ennþá til. Þessi heimur birtist að mati greinarhöfundar í ævintýrum og sögum. Það er einkennilegt að þennan heim er ekki að finna í framtíðinni, sem ætti að vera sá vettvangur sem æskan ætti helst að helga sér, heldur liggur hann einmitt í fortíðinni og óraunveruleikanum, í ævintýrum og draumum. Algjörlega ævintýrakennd er þá einnig sú mynd sem Bergur dreg- ur upp af bjargvættunum eða stúdentunum sem kalla á æskumenn utan úr fjarskanum: „Það var því sem hún vaknaði af draumi, er ungu stúdentamir kölluðu á hana fagnandi röddum, þeim einum, er hún kannaðist við innan úr æfintýraheimum sínum, að þeir hefðu fundið æfíntýraheiminn sjálfan!“27 Fyrstu farfuglamir uppgötvuðu þannig að ævintýraheimurinn er ennþá til en hann er að finna úti í náttúrunni. Bergur flytur mál sitt hér einungis út frá fagurfræðilegum sjónarmiðum. Hann fjallar alls ekki um ástand hins þýska þjóðfélags í heild sinni, t. d. út frá gagnrýni á félagsleg atriði, þjóðfélagsbreytingar, iðnvæðingu, umsvif í stjómmálum, skólamálum eða önnur slík efni, sem verður að teljast merki- legt í ljósi þess að þetta gerist 1939! Rökræða hans snýst um ævintýri, drauma, fegurð og „annan heim“ og hann tengir allt þetta á mjög óljósan hátt fjöllum og skógum, þ.e. náttúrunni, þegar hann segir að „hinar ljúfu heillandi sagnir“ kæmu „innanúr rökkurró hinna risavöxnu skóga og æfintýraheim blámóðu fjallanna“.28 Ævintýri eru þjóðararfur. Þau urðu til fyrir langa löngu og að þeim steðj-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.