Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 153
ANDVARI
ÞEGAR FARFUGLAR FUÚGA AÐEINS Á VÆNGJUM ÚTÞRÁRINNAR
151
hvers og eins sem búin var til í bemsku. Tilgangur ferðarinnar er því ekki
einungis sá að njóta fegurðar náttúrunnar og hins hreina lofts fjallanna held-
ur einmitt að vekja sagnaarfinn aftur til lífs, að upplifa ævintýrin á ný eða
eins og höfundur segir „að seiða í hug sinn áhrif frá fomum sögum“.
Bergur kynnir Kjöl fyrir lesandanum og fjallar að sjálfsögðu um landa-
fræði hans, en í sömu andrá nefnir hann þjóðsagnahetjuna Fjalla-Eyvind og
leikritið um hann eftir Jóhann Sigurjónsson. Þar með eru landafræði, sögur
og listir alls ekki aðskilin atriði í þessari frásögn heldur mynda eina heild. Til
að útskýra af hverju Kjölur varð fyrir valinu segir Bergur: „Fáir staðir í
óbyggðum eiga við sig bundnar jafn margar minningar liðinna tíma sem
Kjölur. Við höfum séð hvar kofi Fjalla-Eyvindar á að hafa verið í Karlsdrætti,
yfir uppsprettulind sem veitt hefur örlitla hlýju og verið nærtækt vatnsból.
Og litlu norðar - sunnan undir Kjalfelli - lögðust Reynistaðarbræður til
hinstu hvíldar. Sagan af þeim finnst mér átakanlegust af öllum sögum frá
ferðum um Kjöl.“4f’ Það sem hrífandi er við Kjöl eru þvf „minningar liðinna
tíma“. Þetta þýðir að hér gegna fortíðin, sagan (í merkingunni saga þjóðar-
innar) mikilvægu hlutverki. Sögulegar minningar eru lesnar og skrifaðar inn
f landslagið, í náttúruna. Þessar minningar taka á sig mynd þjóðsagna sem
byggjast þó í þessum tilfellum á raunverulegum atburðum.
I framhaldinu segir höfundur söguna af Reynistaðarbræðrum, fléttar hana
inn í frásögnina af ferðalagi sínu og lýkur svo lýsingu sinni með þessum
orðum: „Að heyra þessar sögur í hríð inni í óbyggðum er sama og að heyra
þær í fyrsta skipti. Um kofann okkar blæs sami vindurinn sem kveður
náhljóð yfir beinunum er liggja skínandi hvít undir Beinöldu, þar sem döpur
örlög bjuggu bræðrunum frá Reynistað hinstu hvílu.“47 A öðrum stað í
ferðalýsingunni segir: „Inn í þennan mikla sal varpar tunglið geislum eins og
inn á óendanlega stórt leiksvið, þar sem stórfenglegasti og fegursti hluti
öræfanna íslensku eru leiktjöldin. En um leiksviðið reika ósýnilegir þöglir
svipir úr sögum og sögnum liðinna tíma. Þarna stíga þeir fram miklir og
voldugir beint úr hugmyndaheimi æskuáranna. Hér heyja Eyvindur og Halla
hina hörðu baráttu sína fyrir lífinu. Þar sést til ferða Reynistaðarbræðra þar
sem þeir þokast norður sléttuna með fénað sinn uns þeir nema staðar úti í
skugganum sunnan við fellið mikla sem rís upp úr miðju skarðinu.“48
Það er nokkuð augljóst að landið verður hér að leiksviði og ímyndunarafl
ferðalangsins kallar fram persónur og atburði úr sögnum sem hann þekkir
svo vel. Ferðalangurinn upplifir allt í einu: fegurð og hrikaleika landsins,
bemsku sína og einmitt sögu þjóðar sinnar sem kemur honum fyrir sjónir í
formi þjóðsagna. Allt þetta er samofið og verður einungis aðgengilegt á
ferðalagi. Að ferðast um landið merkir þegar upp er staðið að ferðast bæði í
tíma og í rúmi. Ferðalag úti í náttúrunni samsvarar því ferðalagi í sögunni.
Ferðalangurinn getur kallað söguna fram á meðan hann er að ganga um land-