Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2004, Side 153

Andvari - 01.01.2004, Side 153
ANDVARI ÞEGAR FARFUGLAR FUÚGA AÐEINS Á VÆNGJUM ÚTÞRÁRINNAR 151 hvers og eins sem búin var til í bemsku. Tilgangur ferðarinnar er því ekki einungis sá að njóta fegurðar náttúrunnar og hins hreina lofts fjallanna held- ur einmitt að vekja sagnaarfinn aftur til lífs, að upplifa ævintýrin á ný eða eins og höfundur segir „að seiða í hug sinn áhrif frá fomum sögum“. Bergur kynnir Kjöl fyrir lesandanum og fjallar að sjálfsögðu um landa- fræði hans, en í sömu andrá nefnir hann þjóðsagnahetjuna Fjalla-Eyvind og leikritið um hann eftir Jóhann Sigurjónsson. Þar með eru landafræði, sögur og listir alls ekki aðskilin atriði í þessari frásögn heldur mynda eina heild. Til að útskýra af hverju Kjölur varð fyrir valinu segir Bergur: „Fáir staðir í óbyggðum eiga við sig bundnar jafn margar minningar liðinna tíma sem Kjölur. Við höfum séð hvar kofi Fjalla-Eyvindar á að hafa verið í Karlsdrætti, yfir uppsprettulind sem veitt hefur örlitla hlýju og verið nærtækt vatnsból. Og litlu norðar - sunnan undir Kjalfelli - lögðust Reynistaðarbræður til hinstu hvíldar. Sagan af þeim finnst mér átakanlegust af öllum sögum frá ferðum um Kjöl.“4f’ Það sem hrífandi er við Kjöl eru þvf „minningar liðinna tíma“. Þetta þýðir að hér gegna fortíðin, sagan (í merkingunni saga þjóðar- innar) mikilvægu hlutverki. Sögulegar minningar eru lesnar og skrifaðar inn f landslagið, í náttúruna. Þessar minningar taka á sig mynd þjóðsagna sem byggjast þó í þessum tilfellum á raunverulegum atburðum. I framhaldinu segir höfundur söguna af Reynistaðarbræðrum, fléttar hana inn í frásögnina af ferðalagi sínu og lýkur svo lýsingu sinni með þessum orðum: „Að heyra þessar sögur í hríð inni í óbyggðum er sama og að heyra þær í fyrsta skipti. Um kofann okkar blæs sami vindurinn sem kveður náhljóð yfir beinunum er liggja skínandi hvít undir Beinöldu, þar sem döpur örlög bjuggu bræðrunum frá Reynistað hinstu hvílu.“47 A öðrum stað í ferðalýsingunni segir: „Inn í þennan mikla sal varpar tunglið geislum eins og inn á óendanlega stórt leiksvið, þar sem stórfenglegasti og fegursti hluti öræfanna íslensku eru leiktjöldin. En um leiksviðið reika ósýnilegir þöglir svipir úr sögum og sögnum liðinna tíma. Þarna stíga þeir fram miklir og voldugir beint úr hugmyndaheimi æskuáranna. Hér heyja Eyvindur og Halla hina hörðu baráttu sína fyrir lífinu. Þar sést til ferða Reynistaðarbræðra þar sem þeir þokast norður sléttuna með fénað sinn uns þeir nema staðar úti í skugganum sunnan við fellið mikla sem rís upp úr miðju skarðinu.“48 Það er nokkuð augljóst að landið verður hér að leiksviði og ímyndunarafl ferðalangsins kallar fram persónur og atburði úr sögnum sem hann þekkir svo vel. Ferðalangurinn upplifir allt í einu: fegurð og hrikaleika landsins, bemsku sína og einmitt sögu þjóðar sinnar sem kemur honum fyrir sjónir í formi þjóðsagna. Allt þetta er samofið og verður einungis aðgengilegt á ferðalagi. Að ferðast um landið merkir þegar upp er staðið að ferðast bæði í tíma og í rúmi. Ferðalag úti í náttúrunni samsvarar því ferðalagi í sögunni. Ferðalangurinn getur kallað söguna fram á meðan hann er að ganga um land-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.