Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 14
12
BJÖRG EINARSDÓTTIR
ANDVARI
Samherji Auðar Auðuns á vettvangi þjóðmála um árabil, Geir Hall-
grímsson, sagði er hann var inntur eftir samstarfi þeirra: „Auður var
ósérhlífin, staðföst í skoðunum, skýr í málflutningi og með afbrigðum
rökföst og gersneydd því lýðskrumi og væmni sem of mikið er í tísku
hjá mörgum stjómmálamönnum. Auður naut mikils trausts að verð-
leikum og henni voru stöðugt falin mikil ábyrgðarstörf án þess að hún
sæktist eftir því.“
Ætt og uppruni
Auður Auðuns fæddist á ísafirði 18. febrúar 1911, yngst fjögurra
uppkominna barna hjónanna Margrétar Guðrúnar Jónsdóttur og Jóns
Auðuns Jónssonar bankastjóra og alþingismanns. Margrét Guðrún
(1872-1963) var dóttir séra Jóns Jónssonar að Stað á Reykjanesi. Átti
hún til presta að telja í fimm ættliði og í fjórða lið til Margrétar Finns-
dóttur Jónssonar biskups er orð fór af fyrir glæsileik og gáfur, og
úrræði þegar að henni svarf í móðuharðindunum. Til hennar má meðal
annars rekja Margrétar-nafn í móðurætt Auðar.
Eldri systkini Auðar voru Sigríður (1904-1992) er lærði píanóleik
og dvaldist um skeið í Englandi og Frakklandi við tungumálanám, hún
giftist Torfa Bjamasyni lækni; Jón (1905-1981) sem nam guðfræði við
Háskóla Islands og síðan við framhaldsnám í þeirri grein í Þýskalandi,
lengst dómkirkjuprestur og prófastur í Reykjavík, eiginkona hans var
Dagný Einarsdóttir Auðuns; Ámi (1906-1952) er lagði stund á versl-
unarfræði í Lundúnum og varð síðar skattstjóri á Isafirði, hann var
kvæntur Sigrúnu Thorarensen. Tveir bræður létust á ungum aldri.
Móðurfaðir þessara systkina, séra Jón á Stað (1829-1907), var
orðlagður fyrir kunnáttu í tungumálum og hæfni til kennslu. Dæmi
þess er að þegar hann lauk stúdentsprófi frá Reykjavíkurskóla 1854
mælti Bjami Jónsson rektor með honum við Trampe greifa og stiftamt-
mann sem heimiliskennara fyrir börn greifans vegna óvenjulegrar
kunnáttu hans í frönsku. Sinnti hann kennslu greifabamanna um skeið
að vetri en var leiðsögumaður útlendra ferðamanna að sumarlagi;
kynnti sér síðan lækningar og fékkst við þær ásamt kennslu uns hann
tók vígslu 1870 og stundaði prestskap næsta aldarfjórðung. Séra Jón
kenndi jafnan piltum undir skóla og böm hans fimm, sonur og fjórar
dætur, nutu menntunar heima svo sem kostur var. „Oft hugsaði ég