Andvari - 01.01.2004, Blaðsíða 157
ANDVARI
ÞEGAR FARFUGLAR FLJÚGA AÐEINS Á VÆNGJUM ÚTÞRÁRINNAR
155
Á fjórða áratugnum áttu sér stað miklar breytingar í íslensku samfélagi.
íbúum landsins fjölgaði með miklum hraða en á sama tíma flutti fjöldi fólks
í borgina sem fór að vaxa og þenjast út. Atvinnuvegir breyttust, menntakerfi
var smám saman komið á fót. Island var á leiðinni að verða nútímasamfélag.
í fyrsta sinn í sögu landsins söfnuðust ungmenni í talsverðum mæli saman í
skólum landsins, þó fyrst og fremst á höfuðborgarsvæði væri. Lífshættir
fólks tóku á sig nýja mynd. Allt þetta hlaut einnig að valda miklum hræring-
um í sjálfsmynd þjóðarinnar. Á þessum árum milli fullveldis og sjálfstæðis
var þjóðin einnig að búa sér til nýja sjálfsmynd og varð að finna sér stað í
heimssamfélaginu. Framtíðin var afar óviss - svo stuttu fyrir stríðið. Menn
höfðu það á tilfinningunni að þeir væru að verða fyrir einhverjum missi eða
hefðu þegar orðið fyrir honum og augljóslega leitaði æskan að einhverri
lausn, einhverju hlutverki eða a.m.k. útrás.
Eins og hér hefur verið rakið sáu frumkvöðlar farfuglahreyfingarinnar
ferðalög ekki einungis sem tómstundagaman. Þeir tengdu þau ýmsum öðrum
markmiðum. Fyrst og fremst áttu ferðalögin að koma æskunni í betri tengsl
við náttúruna og að brúa bilið á milli nútímaborgarlífs og náttúrunnar sem
geymir jafnframt sögu þjóðarinnar í sér. Þar með hefur náttúran verið hlaðin
ýmsum merkingum sem tengjast sjálfsvitund þjóðarinnar. Það getur ekki
verið tilviljun að farfuglahreyfingin varð til á þessum tíma. Það hlutu að vera
ákveðnar forsendur fyrir því. Með frekari rannsóknum þarf að skerpa skiln-
ing á því sem þama hefur gerst og því hvert framhaldið varð.
HEIMILDIR
Ástráður Eysteinsson, Tvímœli. Þýðingar og bókmenntir. Reykjavík: Bókmenntastofnun,
Háskólaútgáfan, 1996.
Bergur Vigfússon, „Farfuglahreyfingin komin til íslands." Skinfaxi. Tímarit ungmennafélaga,
aprfl 1939, bls. 57-64.
Bergur Vigfússon, „Vetrarsólhvörf á Kili 1939.“ Skjöldur. Tímarit um menningarmál, nr. 36,
2002, bls. 12-17.
Fjölnir. Ars-rit handa Islendingum. Fyrsta ár. Kaupmannahöfn: J.D. Kvisti, 1835.
Fundargerð, Stofnþing Bandalags íslenskra faifugla (B.I.F.) 1939. 3. Fundur, 2. mars 1939,
Fundarritari Gísli Gestsson.
Helgi Skúli Kjartansson, Island á 20. öld. Reykjavík: Sögufélag, 2002.
Hugtök og lieiti í bókmenntafrœði. Ritstj. Jakob Benediktsson, Reykjavík: Mál og menning,
1983.
Islensk bókmenntasaga III, Ritstj. Halldór Guðmundsson., Reykjavík: Mál og menning, 1996.
Jónas Hallgrímsson, Ritverk /, Ljóð og lausamál. Ritstj. Haukur Hannesson, Páll Valsson,
Sveinn Yngvi Egilsson, Reykjavík: Svart á hvítu, 1989.
Páll Valsson, Jónas Hallgrímsson. Ævisaga. Reykjavík: Mál og menning, 1999, bls. 42.