Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Síða 113

Andvari - 01.01.2004, Síða 113
ANDVARI JÓN SIGURÐSSON Á 21. ÖLD 111 Guðjón Friðriksson kemur til sögunnar Á árunum 2002 og 2003 sendi Guðjón Friðriksson frá sér nýja ævisögu Jóns Sigurðssonar í tveimur bindum og á 1.200 blaðsíðum sléttum. Saga Guðjóns er þannig litlu meira en hálfdrættingur á við sögu Páls Eggerts í blaðsíðum talið. Blaðsíður Guðjóns eru talsvert drýgri, en á móti því kemur að rit hans er myndskreytt verulega, sem bækur Páls Eggerts eru alls ekki. Guðjón hefur heldur ekki sett sér að komast algerlega framhjá heimilda- könnun fyrirrennara síns. Hann vísar iðulega til Páls Eggerts um einstakar staðreyndir, eins og sjálfsagt og eðlilegt er að gera þegar svo rækileg könn- un hefur verið gerð á heimildum. Á þann hátt fær hið mikla verk Páls Eggerts framhaldslíf í riti Guðjóns. Framsetningarháttur þeirra er á hinn bóginn svo ólíkur að hafa má af því nokkra skemmtun. Páll Eggert skrifaði hátíðlegt, grafalvarlegt mál sem hlýtur að hafa orkað gamaldags og upphafið strax þegar bækumar komu út. Svo hreint er það af útlendum orðum að höfundur tekur fram í eftirmála að hann hafi látið haldast óbreytt „orð í orðréttum köfl- um, sem teknir eru eftir aðra, þótt óviðkunnanleg séu, þýzk-dönskuskotin eða málleysur hreinar, og jafnvel þó að höfundur þessa rits myndi aldrei láta sjá slík orð í riti eftir sig eða setningar."51 Guðjón Friðriksson skrifar vissulega vandaða íslensku sem engin málfarslögregla gæti haft neitt við að athuga. En mál hans er að mestu leyti á því stóra sviði tungunnar sem getur verið hvort sem er ritmál eða talmál. Það er aldrei dauðans alvarlegt heldur örlítið kank- víst, án þess að höfundur slái um sig með fyndni eða tilgerð. Afstaða höfundanna til efnis síns er líka gróflega ólík. Merki þess má sjá í eftirmála Páls Eggerts þar sem hann varar sérstaklega við sendibréfum sem heimildum: „Illmæli, þvaður og rógur vellur, sem hroði, út úr miklu þess háttar heimilda. Illgirnin er oft svo auðsæ, að hvem mann hlýtur að hrylla við, þann er les, þótt fótur sé fyrir sumum fréttaburðinum.“52 Guðjón skrifar að vísu ekkert sem mundi kallað gul pressa á blaðamannamáli. Engu að síður finnur lesandi glöggt að hann mundi fagna hverri mergjaðri kjaftasögu sem hann fyndi í heimildum sínum. Páll Eggert er fast bundinn við málefni sögunnar; langtímum saman er eins og hún gerist varla í rúmi. Guðjón legg- ur sig fram um að setja frásögn sína á svið, líkt og skáldsögu. Upphafsorð ævisagnanna geta staðið sem vitnisburðir um ólíkar aðferðir höfunda. Páll Eggert byrjar svona: Það mun líklega almennt viðurkennt, að þær bætur og breytingar í þjóðfélagsskipan, stjómháttum og þjóðlffl, sem íslendingar hafa átt við að búa hina síðari áratugi, hafi engan veginn komið af sjálfu sér, enga baráttu þurft né viðbúnað. Allar umbætur eru runnar frá baráttu. Mannlegu eðli er ísköpuð allrík fastheldni við þá aðbúð alla og skorður, sem venjur hafa tamið mönnum.53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.