Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2004, Page 38

Andvari - 01.01.2004, Page 38
36 BJÖRG EINARSDÓTTIR ANDVARI Foreldrar Auðar fluttust til Reykjavíkur árið 1947 og héldu heimili þar. Jón Auðunn hóf störf fyrir Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda og sinnti því til hinsta dags í júní 1953; ári áður lést Ami yngri sonur þeirra hjóna á ísafirði. Eftir lát eiginmanns síns fluttist Margrét Guðrún á heimili dóttur sinnar og tengdasonar við Ægissíðuna þar sem hún var samtíða bamabömunum og sá þau vaxa úr grasi. Hin aldna heiðurskona bjó að góðu heilsufari og vissulega hefur það verið Auði dóttur hennar mikill styrkur, í sínu erilsama starfi, að vita móður sína heima við vegna bamanna. Margrét Guðrún lést níræð að aldri vorið 1963. Hermann, eiginmaður Auðar, öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir hæstarétti 1949 og fékkst við málflutning um skeið; en aðalstarf hans var við embætti tollstjórans í Reykjavík og lögfræðileg málefni er snertu það embætti. Hermann lést haustið 1969; höfðu þau Auður slitið samvistum. Augljóst má vera að Auður Auðuns hafði margvíslegum störfum að gegna heima og heiman og hefur reynt á skipulagshæfni hennar, þrek og dugnað að samræma heimilishald og bamauppeldi og skyldur í stjóm- málastarfi. Til em frásagnir af því hversu lagin hún var að nýta tíma sinn og stopular stundir. Auður var ekki sjálf bifreiðarstjóri en fór ferða sinna með strætisvögnum, nema þegar einkaakstur fylgdi þeim póstum er hún gegndi. Merkur stjómmálamaður á síðari tíma, sem þekkti af eigin raun annríkið og erilinn í borgarstjómarmálum - setur sér fyrir sjónir umfangsmikil störf Auðar og hvemig hún hafi náð að samtvinna verk- efni innan heimilis og utan - segir í minningu hennar: „Mér er til efs að margir myndu leika þetta eftir Auði Auðuns nú til dags.“ I viðtali við Auði, sem tekið var þegar hún gegndi starfi ráðherra, var spurt hvemig hún hefði leyst sígilt vandamál kvenna að samrýma áhugamál utan heimilis og innan. Auður segir störf sín utan heimilis löngum þannig að hún var yfirleitt ekki að heiman nema hluta úr degi. Meðan böm henn- ar vom ung hélt hún oftast stúlkur til aðstoðar við heimilishaldið og hafi því verið tiltölulega auðvelt að samrýma það störfum út á við, en bætir við: „Nú er öldin önnur, og ég dáist sannarlega að dugnaði ungu mæðranna í dag, sem vinna fullt starf án aðstoðar heima fyrir.“ Forseti bœjarstjórnar Af bújörðinni Reykjavík í Seltjamameshreppi fer litlum sögum í nokkrar aldir ef frá eru talin um tvö hundruð fyrstu árin frá landnámi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.