Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2004, Síða 138

Andvari - 01.01.2004, Síða 138
136 GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR ANDVARI eða geðveiki. Assverus þekkir og nefnir eigið eðli, eins og Prufrock gerir í dramatísku einræðunni „The Love Song of J. Alfred Prufrock“, sem Eliot birti fyrst árið 1915. Margröddunin í djúpgerð verka Brownings og Poes er svipuð. En hún er ólík margröddun „Assverusar“, sem er í samræðu við bókmennta- og menningarsöguna með textavísunum og deilir þar með afger- andi formgerðareinkenni með einræðu Prufrocks. Lesendum Stephans og Eliots er eftirlátið að túlka vísanimar sem reyna verulega á menningarlegt læsi ef fullur skilningur á samræðu þeirra við hefð- ina á að nást. „Assverus“ vísar víða, en er sér í lagi samræða Stephans við Grím Thomsen og einræðu hans „Gyðinginn gangandi“, sem hann vitnar í og andmælir í kvæðinu. Stephan hafnar hefðbundinni túlkun Gríms á því að Gyðingurinn gangandi þrái lausn dauðans. Assverus segir: „Ég, sem hef ei nokkurt annað eðli, / eða þrá, en fá að lifa sjálfur“. Göngusárin sem Grímur lýsti í sínu kvæði segir Stephan vera „örin eftir stríð við frelsið - innanrifja stærri þó og dýpri“ og ýjar að því að Grímur hafi brugðist frelsinu þegar hann nýtti ekki veraldleg forréttindi sín til að veita yfirráðum og áhrifavaldi Dana andspymu. Þegar herlúðrar blási til styrjaldar geti viðnámsleysi gegn vald- hafanum þó ekki aðeins „rneitt", heldur „myrt“. Lasti Stephans fylgir óbeint hrós eftirlíkingarinnar, sem minnir á að Grímur nútímavæddi íslensku sögu- ljóðahefðina verulega með innleiðingu einræðunnar og persónubundins sögumanns. Olíkt einræðum Brownings, Poes og Eliots er „Assverus“ ekki dramatísk einræða, því orðræða mælandans lýsir ekki athöfnum eða atburðarás. „Kirkjugarðurinn“ (1883) er aftur á móti dramatísk einræða og er skondnasta tilraun Stephans á mörkum Ijóðs, leikrits og smásögu (IV: 195-200). í kvæð- inu lýstur saman gömlu bókmenntaviðhorfi og nýju: lífssýn rómantískrar dauðatilbeiðslu og raunsæs natúralismans. „Kirkjugarðurinn“ er innri einræða ljóðmælanda sem er með höfuðið uppfullt af hástemmdri, róman- tískri tilbeiðslu á dauðanum, og hún myndar lokaðan frásagnarramma utan um kafla sem er dramatísk samræða í órímuðum fjórliða braglínum. Allt frá því ljóðmælandinn var ungur hefur kirkjugarðurinn verið skáldlegt athvarf og hann er að vitja leiðis síns helsta uppáhaldsskálds þegar tilbeiðsla hans við „altari“ sitt er rofin. Ung kona, sem reynist hafa nýlega misst unnustann, rétt fyrir brúðkaupið, er að hitta einn vonbiðla sinna á laun í kirkjugarðinum, alveg búin að gleyma gröfnum heitmanni. Hún ætlar ekki að „lifa ... / leiða milli“. Mælanda er öllum lokið við skeytingarleysið, sem svipar til afstöðu náttúrunnar í natúralisma. Karnívalískur hlátur sem hyllir lífið og lifandi líkamann sprengir í loft upp tilbeiðslu sorgarhetjunnar á dauðanum. Merk- ingarmiðjan er þó á reiki, því tilfinningalaus afstaða ungu konunnar er engu betri en dýrkun dauðans. Stephan innlimaði margvíslega í kvæði sín sögurammann, sem varð feiki-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.