Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 7
IDUNN
Oscar Wilde.
197
hann boðaði nýjan stíl í hússkreyting, endurreisn í
klæðaburði, nýja endurreisn í listum, og hann var jafn-
vel fyrri til en þeir Concourt-bræður að meta kínverskt
postulín og japanskt prent. Persónulega tók hann til að
framkvæma hugsjónir sínar, að svo miklu leyti sem ger-
legt var. Hann hafði óbeit á formlausum klæðabúnaði
19. aldar og gekk nú í kvöldboð í knébuxum og silki-
sokkum og með kynleg blóm, græn kornblóm og gullnar
liljur, í hnappagatinu. Þó að þetta væri meira en enskur
púrítanismi gæti sætt sig við, var nafn hans nú á allra
vörum í samkvæmum Lundúna. Og þegar ljóðasafn hans
kom út, var salan á því ótrúlega mikil eftir verðmæti
þess. En vinsældir hans voru þó enn þess kyns, að þær
kostuðu hann miklu meira fé heldur en þær öfluðu hon-
um. Hann tók þá upp það ráð að hefja fyrirlestraför
um Bandaríkin. Hann hafði þá ritað fyrsta leik sinn,
Vera, ónýtt rit, og vænti sér að fá það sýnt í Ameríku.
Hann sigldi til New Vork í desember 1881 og fór
þaðan um Ríkin og Canada. Vera kom ekki upp, og
fyrirlestrar hans hepnuðust ekki nema að hálfu leyti.
Hann hvarf til Englands aftur eftir hálfs annars árs
fjarvist, og sagði að »Ameríka væri bygð 60 miljónum
—• að mestu leyti flónum*. I fyrirlestri um Ameríkuför
sína drepur hann skemtilega á amerísk þorpanöfn: »Eg
átti að tala í bæ, sem heitir Griggsville, en nafnið á
honum var svo afkáralegt, að ég neitaði að fara þangað«.
Arið eftir fór hann til Parísar og komsl þar fljótt í
kynni við fjölda meiri háttar rithöfunda, m. a. Victor
Hugo, Mallarmé, Verlaine, Poul Bourget. Þar lauk hann
við næsta leik sinn: Hertogafrúin úr Padúa, leik í rim-
lausum ljóðum, en ekki sáust þar enn hæfileikar hans.
^inir hans tóku að gerast óþreyjufullir, tóku í raun og
veru að örvænta um, að hann væri rithöfundur, að hann