Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 125
IÐUNN
Bækur 1928.
315
sér daglaunavinnu. En alt kemur fyrir ekki. Kröggurnar og bág-
indin sleppa ekki tökunum, BasliÖ Ieggur svartan skugga yf>r líf
þeirra alt og blandar malurt í hamingjuna. Ekkert er svo hátt eða
heilagt, að örbirgðin þyrmi því. Hún eitrar lífið, lamar ástina og
sáir fræi haturs og beizkju í gljúpar sálir. — Anna bugast og
brotnar, og bókin endar á því, að Sigfús einn dag þrammar suður
í kirkjugarð með óvandaða Iíkkistu á öxlinni og moldar hana þar
> gröf, sem hann hefir sjálfur tekið.
Þetta er meginþráður sögunnar, en að öðru leyti þarf höf. víða
við að koma. Gunnar Benediktsson sýnir það, í hvert skifti er
hann stingur niður penna, að hann er maður hispurslaus og
óragur við að segja það, sem í brjósti býr, án þess að skeyta
því, hvort það er vænlegt til vinsælda eða ekki. Þessi saga á að
því leyti sammerkt við aðrar bækur höf., að hún er snarpleg
ádeila, fyrst og fremst á þann rótgróna borgaralega hugsunarhátt,
og bágindi sé jafnan sjálfskaparvíti, en einnig á ýmisleg fyrirbrigði
> mannlegu samfélagi, er höf. hefir veitt eftirtekt. Tekst honum þar
stundum vel upp, eins og við morgunheimsóknina til lyfsalahjón-
anna ríku, hið orðglaða afmælishóf í K. F. U. M. og ölmusu-
Söngu frú Ingibjargar fyrir aumingja drotninguna. Slíkar opinber-
anir hégómans standa í ónotalegri andstöðu við stríð og raunir
höfuðpersónanna.
Sumt er vel um þessa bók. Lýsingar höf. á efnalegu basli þeirra
bjónanna, á þeim auðvirðilegu smámunum, sem hafa manninn á
valdi sínu og draga hann niður á við, eru svo nákvæmar og
sannar, að allir þeir, sem ekki hafa lifað við allsnægtir um dag-
ana, hljóta að kannast við þær. En vol og viðkvæmni liggur þess-
Um höfundi fjarri. Hann veðjar aldrei beinlínis til meðaumkunar les-
andans. Með karlmannlegu hispursleysi fylgir hann raunaferli per-
söna sinna og skilur ekki við þær fyr en á yztu þröm hörmung-
anna: þegar konan er dauð og maðurinn ber sjálfur kistu hennar
a bakinu til grafar.
Og þó fer því fjarri, að bókin sé fullborið listaverk. Hún er á
^öflum mjög óvandvirknislega skrifuð, frásögnin víða flöt og fjör-
»'11, stílinn skortir oft bæði festu og sveigjanleik. Manni verður
a^ halda, að höf. vandi minna búninginn á sögum sínum en öðr-
Uni ritsmíðum. En Gunnar Benediktsson er svo frjór rithöfundur
°9 hefir svo mikið til brunns að bera, að það er gremjuefni, ef
^at>n kastar höndum til þess, er hann lætur frá sér fara. En að