Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 21
IÐUNN
Oscar Wilde.
211
hugrökkum kristnum presti, Rev. Stewart Headlam.
Annarar kærleiksríkrar athafnar verður að minnast.
Hámentuð dama af júðsku kyni, sem heyrði um gjald-
þrot Wilde’s, sendi honum £ 1000 til kostnaðarins við
mál hans með þeim ummælum, að það væri ekki nema
rýr og ósamboðin viðurkenning fyrir þann unað, sem
dásamlegar samræður hans hefði veitt henni.
Nú voru þrjár vikur þangað til málið yrði tekið upp
aftur. Þrjár vikur enn átti Oscar Wilde að vera frjáls
maður. Þeir fáu vinir, sem hann átti nú, vonuðu að
hann mundi flýja, og einn þeirra, hr. Frank Harris,
gerði alt, sem í mannlegu valdi stóð, til að fá hann til
þess. Hann hafði leigt gufuyacht um mánaðartíma —
eða réttara sagt, þegar hann trúði eigandanum, gagn-
mentuðum Gyðingi, fyrir því, til hvers hann óskaði hennar,
svaraði vinur hans honum, þrátt fyrir andúð sína gegn
þeirri ástríðu, sem Wilde var ákærður fyrir, að yacht
hans stæði honum til frjálsra afnota eins lengi og hann
þyrfti, af því að honum virtist meðferð Englands á slík-
um manni sem Oscar Wilde vera þjóðarsmán. Á þessari
yacht ætlaði nú hr. Harris að sigla með Wilde yfir til
Frakklands. Alt var undirbúið. Yachtin beið þeirra. Vagn
var leigður, sem átti að flytja þá niður að höfninni. En
Wilde neitaði að fara. Harris vildi prófa alvöru hans
og tókst að hæna hann inn í vagninn með þeirri átyllu,
að nú æki hann með hann heim til bróður hans, Willi-
ams Wilde, þar sem Oscar bjó. En þegar Wilde upp-
götvaði stefnuna, andmælti hann kröftuglega og ætlaði
að stíga út. Vinur hans varð að sleppa honum í hendur
örlaganna.
Wilde Iét ekki uppi neina ástæðu við Harris aðra en
þá, að hann vildi ekki valda þeim tapi, sem gengið
höfðu í ábyrgð fyrir hann. Harris hafði góðar tekjur og