Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 99
ÍÐUNN
GuSm. Friðjónsson og viðnámið.
289
Guðmundur Friðjónsson ætti að breyta til um stund og
skrifa um, hve mönnum geti verið hætt við að komast
út á glapstigu, ef þeir séu gagnrýnislausir á eigið ágæti.
Honum ætti að verða hæg heimatökin í þeirri rannsókn.
»Viðnámsmann við annmörkum menningarinnar« óskar
G. F. eftir að menn nefni sig. Engan skyldi undra, þótt
honum þætti sá titill girnilegur, því að flestir menn
mundu vafalaust óska eftir að geta borið hann með
réttu. Nægilegir eru annmarkarnir á menningunni til
þess að freistandi væri að fá lagt lið til þess, að ein-
hver þeirra væri sniðinn af. í því er einmitt fólginn
metnaður allra umbótamanna. Þegar foringjar jafnaðar-
manna mæla með sérstöku skipulagi á atvinnuháttum,
þá segjast þeir gera það í því skyni að sníða annmarka
af menningu þeirri, er vér búum við. Nú kærir G. F.
sig ekki um að teljast lagsmaður þeirra. Bersýnilegt er
því, að enginn er neinu nær, þótt einhver lýsi yfir því,
að hann sé viðnámsmaður gegn annmörkum menningar-
innar, nema hann geri þá jafnframt grein fyrir, hvað
hann telji annmarka.
Guðmundur Friðjónsson varpar nokkuru ljósi yfir það,
sem fyrir honum vakir, með dæmisögu, er hann segir
af matreiðslukonu, sem Búnaðarfélag íslands hafi mælt
með, og ráðin hafi verið af sýslufundi til þess að leið-
beina húsfreyjum með matreiðslu. Telur hann kensluna
hafa komið að litlu haldi, þótt námskeiðin hafi borið
þann árangur, að sveitakonur lærðu að búa til allskonar
»hátíðamat« og »sætabrauð«.
Mér finst dæmið vel til fundið og vert að því sé
gaumur gefinn.
Rök G. F. eru í stuttu máli þessi: Um höfuðból og
IBunn XIII. 19