Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 107
IÐUNN
Nýr rilhöfundur.
297
Það er ef til vill álíka auðvelt að skrifa ruddalega og
klúryrta bók um hversdagslega viðburði, sem allir þekkja,
og engan varðar um og það er örðugt, að skrifa jafn-
prúðmannlega um ógnir og leyndardóma skotgrafanna
og Remarque hefir gert í þessari bók.
Bókin hefst á því, að Páll og félagar hans eru níu
kílómetra frá vígstöðvunum. Þeir hafa verið leystir af
verðinum um stund, eru pakksaddir af baunum og bola-
spaði og þar af leiðandi harðánægðir í svipinn, en eiga
auk þess von á tvöföldum skammti af brauði og bjúg-
um og síðast en ekki sízt af tóbaki — tíu vindlum og
tuttugu vindlingum á mann — það á nú við hermennina
eins og við er að búast.
Tíminn líður. Ungir nýliðar gerbreytast og fara að
hugsa eins og gamalmenni. Síðan þokar göfgi mannlegs
eðlis smám saman fyrir dýrseðlinu. Hér er annað hvort
að bíta á jaxlinn eða drepast.
Páll fær orlof heim. Hann dvelst um hríð hjá veikri
móður sinni. Síðan fer hann aftur til vígsföðvanna, sær-
ist þar, er fluttur á sjúkrahús og liggur lengi innan um
limlesta og holsærða hermenn. Þessu lýsir höfundur
ítarlega og næsta ógleymanlega.
Páll skríður saman á ný, fær að skreppa heim rétt í
svip og sjá móður sína, sem hefir hrörnað að mun, en
síðan verður hann að fara til vígstöðvanna, út í hina
geigvænlegu óvissu.
III.
Það er komið fram á sumar 1918. Aldrei hafa örðug-
leikar hinna þýzku hermanna verið jafnmiklir. Allt
bendir til þess, að Þjóðverjar muni bíða lægra hlut;
þeir hljóta að þoka fyrir ofureflinu að vestan, en þeir
berjast og falla hver um annan þveran.