Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 71
IÐUNN
Lifandi kristindómur og ég.
261
Skaftafellssýslu. Og ég hefi ekki heyrt neinn Skaft-
felling efast um, að hún sé sönn. Steinunn ömmusystir
mín var kona óljúgfróð.
Ekki var tröllatrúin með öllu útdauð í Suðursveit,
þegar ég var þar. í einni afrétt sveitarinnar var gljúfur
eitt dimt og geysimikið. Það hét Klukkugil. Sagt var,
að það drægi nafn af tröllkonu, er í gilinu byggi. Hún
átti 9 dætur. Einhverntíma í fyrndinni var bóndi frá
Kálfafelli í kindaleit í grend við gljúfrið. Sér hann þá
dætur Klukku stíga dans á grastorfu niðri í gljúfrinu.
Undir eins og þær koma auga á bónda, hefja þrjár
þeirra á rás eftir honum. Bóndi hljóp undan eins og
fætur toguðu. Ein skessan gafst upp á hlaupunum á
kletti þeim, er Fremsti-höfði heitir. Önnur komst að
Miðvötnum svonefndum. En þriðja dóttirin datt út af
sprengmóð við túngarðinn á Kálfafelli. I sömu svipan
dróst bóndi nær dauða en lífi inn yfir garðinn.
Steingrímur hét bóndi, er bjó á næsta bæ við foreldra
mína nokkru fyrir mína daga. Hann fór einn í fjall-
göngu snemma morguns að hausti. Rétt fyrir dögun
sezt hann niður til að hvíla sig í bröttum blágrýtisskrið-
um við gljúfurbarminn. Heyrir hann þá sagt niðri í gljúfr-
inu: »f>að er hann Steingrímur*. í því rann dagur.
Steingrímur var tengdafaðir Oddnýjar Sveinsdóttur, gáf-
aðrar og merkrar konu, er andaðist haustið 1918, 96
ára. Hún sagði mér sögu þessa.
Jólasveinar voru alkunnir gestir í Suðursveit á æsku-
árum mínum. Þeir komu einhvers staðar utan úr busk-
anum níu nóttum fyrir jól og skiftu sér niður á bæina.
]ólasveinar þeir, er athvarf áttu á syðztu bæjunum í
Suðursveit, komu á bát og höfðu uppsátur í dálitlu gjögri
í Ullarhrauni. Jólasveinar stóðu í fjósbásunum og hler-
uðu eftir munnsöfnuði heimilismanna. Þeir lifðu á blóti