Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 121
IÐUNN
Skuldamál Evrópu.
311
sé verið ómögulegt fyrir þá nokkurs staðar að fá lán með
svo vægum vaxtakjörum. Og þessi vaxtamismunur nemur
það miklu, eftir því sem reiknað hefir verið út, að nú
borga þeir J/5 minna en ef reiknaðir væru venjulegir
vextir. Það er því ekki á fullum rökum bygt, er Bretar
hæla sér fyrir það, að þeir borgi skuldir sínar til síð-
asta eyris.
Hins vegar var Bretum nokkur hagur í samningi
þessum, enda mun fátt það gerast í stórpólitíkinni, er
eigi rót sína í einskærum heiðarleik eða manngæzku.
Nú gátu Bretar með góðri samvizku gengið að sínum
skuldunautum og gert þá háðari sér en nokkru sinni
fyr, en sjálfir haldið áfram að vera öndvegisþjóð Evrópu.
Skömmu eftir að skuldasamningurinn við Breta var
kominn í höfn, skipaði Bandaríkjastjórn nefnd, sem fékk
það ætlunarverk að ná samskonar samningum við þau
ríki önnur, er skulduðu Bandaríkjunum. Formaður nefnd-
ar þessarar var skipaður fjármálaráðherra Ðandaríkj-
anna, Mellon. Af öðrum nefndarmönnum kannast allir
við nöfnin: Kellog og Hoover, sem nú er orðinn forseti.
Nefndin byrjaði á því að draga upp grunnlínurnar að
framtíðarstarfi sínu. Var þá þegar slegið föstum tveim
meginatriðurn, er fylgja skyldi í skuldheimtunni. Hið fyrra
var það, að heildarupphæð hinna upprunalegu lána yrði
að viðurkenna afdráttarlaust og greiða að fullu. Þar var
engrar tilslökunar að vænta. Hitt var fyrirheit um, að
vaxtakjör og greiðsluskilmálar skyldu verða — að svo
miklu leyti sem unt væri — miðaðir við gjaldþol og
fjárhagsaðstöðu skuldunauta. Með þessu var hinum ríkj-
unum í raun og veru lofað, þótt óbeinlínis væri, betri
kjörum en þeim, er Bretar höfðu fengið, sem allir vissu
að höfðu mest fjárhagslegt bolmagn.
En alt kom fyrir ekki. Skuldaþrjótarnir skeyttu ekkert
þessari vinsamlegu bendingu. Bandaríkjamenn urðu að
9rípa til skarpari ráðstafana, ef duga skyldi. Og þeim
varð ekki skotaskuld úr því að finna ráðin. Þeir hótuðu
að loka með öllu amerískum lánamarkaði fyrir þessum
fíkjum. Það hreif. Belgía var fyrsta ríkið, sem af þessum
astæðum neyddist til að leita samninga. Skuldir Belgíu