Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 30
220
Oscar Wilde.
IÐUNN
Eftir að Wilde varð frjáls, tók hann sér nafnið Se-
bastian Melmoth. En af vinum sínum óskaði hann að
nefnast því nafni, sem hann hafði gert frægt. »Eg nota
að eins nafnið MeImoth«, sagði hann einu sinni, »til að
hlífa póstinum við að roðna«.
Robert Sherard, vinur Wilde’s og síðar æfiritari hans,
hafði komið á sáttum milli Wilde’s og konu hans.
Skömmu síðar fékk Sherard bréf frá Lord Alfred Doug-
las, sem hótaði honum að skjóta hann eins og hund,
ef hann ætti sök á að hann misti vináttu Wilde’s. Um
sumarið bárust Wilde látlaust bréf frá Douglas, um að
hverfa burt úr einverunni í Berneval og suður í hús
hans í hinni sólríku Neapel. Wilde hafnaði þeim hvatn-
ingum afdráttarlaust. Þá gerðist atburður, sem laust hann
líkt og rothögg. Ættfólki konu hans hafði tekist að telja
hana af því að fara aftur til Wilde’s og skrifa í staðinn,
að hún setti honum eitt ár til prófs. Þá var Wilde nóg
boðið. Annað hvort hennar eða einhvers annars þurfti
hann við nú, helzt hennar. Omurlegar haustrigningar í
einveru, vinleysi og bókaleysi — fyrir mann, sem hataði
einveru! Það var líf hans nú. Berneval gerðist honum
smám saman að nýju fangelsi, og hann hafði verið lok-
aður inni nógu lengi! Svo þegar Alfred Douglas kom til
móts við hann til Rouen, fóru þeir saman til Neapel,
og þar lauk hann við óðinn um Reading.
En lengi var hann þar ekki, fáa mánuði að eins.
Jafnskjótt og Lord Alfred Douglas sá, að hann græddi
ekki fé, lét hann Wilde finna, að honum væri engin
þága í vináttu hans. Og Oscar Wilde fór til Parísar,
sem hann elskaði.
Þar Ieigði hann sér tvö smáherbergi, fátækleg að bún-
aði, í Hótel d’Alsace í Rue des Beaux-Arts á vinstri
Signubökkum. Eftir að hann hvarf frá Alfred Douglas,