Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 11
ÍÐUNN
Oscar Wilde.
201
varð hún vinsælust allra hans bóka, og er nú almennur
ungmeyjalestur í London.
Árið eftir kom aftur nýung. Wilde hafði samið drama
og ritað það á frönsku: Salomé — og Sarah Bernhardt
átti að sýna það í London. En þegar búið var að full-
æfa leikinn, lagði Lord Chamberlain bann við sýning-
unni, með þeim rökum, að leikurinn sýndi persónur úr
biblíunni. Wilde mótmælti kröftuglega í blaða-viðtali svo
hræsnisfullri þröngsýni — en þar við sat. Leikurinn kom
ekki upp í London. Svona var þessu drama, sem nú er
löngu heimsfrægt, tekið þá. Wilde svaraði með því, að
hann væri ekki enskur, heldur írskur, og tjáðist mundu
verða að gerast franskur ríkisborgari. Því miður var það
ekki annað en hótun.
Upp frá þessu tekur list Oscars Wilde algerlega nýja
stefnu. Hann var nú fullráðinn í því að helga sig dram-
anu eingöngu og þröngva verkum sínum inn á leik-
sviðið. Baráttan varð ekki löng. Hann byrjaði með skín-
andi gamanleik: Lady Windermere’s Fan, sem varð aðal-
umtalsefnið þann vetur í London. Á frumkvöldinu varð
höfundurinn að sýna sig fyrir opnu tjaldi. Hann hélt
sígarettu brosandi milli fingra sér og sagði, þegar hann
fékk loks að mæla:
— Það gleður mig, dömur og herrar, að yður líkar
þessi leikur minn. Eg er viss um að þér metið hann
nærri því jafn mikils og ég sjálfur.
Og nú kom sigur á sigur ofan. Næsta leik hans, A
Woman of No Importance, var tekið árinu eftir með
jafnvel enn meiri fögnuði. Árið þar eftir, 1894, ritaði
hann tvo gamanleika, sem að fyndni og andríki tákna
hámark hinna kómisku bókmenta: An Ideal Musband
og The Importance of Being Earnest. Hið síðara kom
vott úr pennanum upp á leiksviðið, og viðtökurnar