Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 110
300
Nýr rithöfundur.
IÐUNN
sé minnisvarði hins óþekkta þýzka hermanns, skrifuð af
öllum þeim, sem féllu í stríðinu.
Eitt er víst, að sem listaverk og mannlegt skjal á hún
erindi til fleiri þjóða en þeirra, sem háðu um langt skeið
vonlausa baráttu við sprengikúlur og eiturgas.
Sigurður Skúlason.
Skuldamál Evrópu.
i.
Á eftir hamslausu æði styrjaldarinnar komu timbur-
mennirnir. Skuldadagarnir sögðu til sín. Nú var farið að
gera upp reikningana.
Það tók eigi allskamman tíma að komast til botns í
allri þeirri súpu, svo hægt væri að leggja reikningana á
borðið. Og þegar það loks var gert, lá þegar fyrir önnur
spurning, sem var sýnu erfiðari, viðfangs: hvernig unt
væri að fá reikningana greidda. í öll þau ár, sem liðin
eru síðan ófriðinum lauk, hafa skuldamálin legið eins og
mara á Evrópu-þjóðunum og lagt alvarlegar hindranir í
veg fyrir það, að atvinnu- og viðskiftalíf álfunnar kæmist
aftur í heilbrigt horf.
Þrjú eru höfuð-viðfangsefnin á þessu sviði, sem heimta
að fram úr þeim verði ráðið. Má þar fyrst nefna hinar
gömlu skuldir rússneska keisaradæmisins, er ráðstjórnin
vildi slá yfir svörtu stryki þegar eftir byltinguna. Lánar-
drotnarnir hafa sem sé aldrei viljað fallast á það, sem
bolshevikarnir rússnesku hafa haldið fram: að þessar
skuldir séu meira en borgaðar með lífi þeirra fjögurra
miljóna hermanna, er Rússland á ófriðarárunum færði
sem fórn á altari auðvaldsins í Vestur-Evrópu. Lánar-
drotnarnir heimta skuldirnar viðurkendar. Að fá þá viður-
kenningu, og því næst formlegan samning um greiðslu