Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 115
IÐUNN
Skuldamál Evrópu.
305
samþyktin hefir verið í gildi, að byrðar þær, er hún
leggur Þjóðverjum á herðar nú, eftir að hún fer að
verka með öllum þunga, eru þeim ofvaxnar.
Dandaríkjamenn fóru því aftur á stúfana í vetur sem
leið og fengu skipaða nýja sérfræðinganefnd. Formaður
hennar er Bandaríkjamaður, Owen Young að nafni, og
hefir nefndin verið kend við hann. Það er þessi nefnd,
sem til skamms tíma hefir setið á rökstólum í París.
Verkefni hennar var, eins og áður er sagt, að slá því
föstu eitt skifti fyrir öll, hverja upphæð Þjóðverjar skuli
greiða í skaðabætur alls og einnig að fastákveða hinar
árlegu greiðslur.
í annað sinn hafa Bandaríkin orðið að setja þumal-
skrúfur á skuldanauta sína til þess að þröngva þeim til
að stilla kröfum sínum í hóf. Arangurinn er sú hin ein-
róma samþykt, sem fyr var getið — einróma í þeim
skilningi, að einnig fulltrúar Þýzkalands á Parísar-ráð-
stefnunni hafa fallist á hana.
Samþyktin ákveður skaðabótaskyldu Þýzkalands 36,883
miljónir gullmarka. En af þeirri upphæð falla 1,200 mil-
jónir undir 5. afborgun samkvæmt Dawes-samningnum.
Verða þá eftir 35,683 miljónir, sem eiga að greiðast á
59 árum. Meginhluta þessarar geysilegu upphæðar —
eða 32,883 miljónir — á að greiða á næstu 37 árum.
Eftirstöðvarnar, 2,800 miljónir marka, koma svo á þau
22 ár, sem þá eru eftir af afborgunartímanum.
Gert er ráð fyrir að vísu, að Þýzkaland þurfi ekki að
greiða þessar síðast töldu 2,800 miljónir. Abyrgð þess
á þeim hluta greiðslunnar er skoðuð sem tryggingar-
ábyrgð að eins. Búist er við, að Bandaríkin muni lækka
eitthvað skuldakröfur sínar, og á þá nokkur hluti þeirrar
fækkunar að reiknast Þýzkalandi til góða. Einnig á það
að njóta nokkurs hluta af reksturságóða hins alþjóðlega
skaðabótabanka, er samþyktin gerir ráð fyrir að stofn-
aður verði. Eftir þessu ætti heildarupphæð skaðabótanna
að lækka um 1,200 + 2,800 =4,000 miljónir eða 4
Wiljarða.
Upphæðina, sem þá er eftir — 32,883 milj. — á svo
að greiða með árlegum afborgunum á 37 árum. Er talið,
Iöunn XIII.
20