Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 74
264
Lifandi kristindómur og ég.
IÐUNN
mönnum, af hinum hryllilegu afleiðingum óguðlegrar
breytni, af uppskeru kristilegs lífs, af sigursöngvum út-
valdra frammi fyrir lambsins stól, af kveinstöfum for-
dæmdra í Helvítis kvölum, af þyrnikórónum, dýrðarkó-
rónum, gullkórónum, gullhöllum, gullhásætum, réttlætis-
skrúðum, upprisudögum, himnastigum, syndaflóðum, af
yfirskygging heilags anda, af ístöðuleysi aumingja Péturs,
af undarlegum hvalfiskum, sem syntu með spámenn í
maganum til annara landa og þannig óendanlega. Og ég
hlustaði þögull á þessa annarlegu speki eins og vesa-
Iingur, sem er fæddur fábjáni.
Þó er mér sérstaklega í fersku minni raunasagan af
Kain og Abel. Mér fanst hún vera skens til mín. Mér
fanst hún ætti að sýna, að ég væri Kain, en Steinþór
bróðir minn Abel. Og ósjálfrátt setti ég föður minn i
spor Jahve. Og ég óttaðist Kain, kendi í brjósti um
veslings Abel, en fyrirleit af öllu hjarta þennan Jahve.
Lengi framan af var mér óskaplega illa við Júdas
Iskariot, því að ég óttaðist að hann yrði hafður í keyri
á breyzkleika minn. En eftir að mér var komið í skiln-
ing um, að Kristur hefði verið nauðbeygður til að frið-
þægja fyrir syndir mannkynsins með því að láta lífið
fyrir það, þá óttaðist ég ekki lengur, að dæmi Júdasar
gæti gert mér neina vanvirðu.
Eg hafði um hönd flestar sömu guðræknisiðkanirnar
og fullorðna fólkið. Eg signdi mig áður en ég fór í
milliskyrtuna mína á morgnana. Ég káklaði með hægri
hendi einhvern veginn í kross yfir andlitið á mér, þegar
ég kom út. Ég bað guð að blessa mér matinn, og þegar
ég hafði stútfylt mig, svo að hver æð í líkama mínum
stóð á blístri, þá sletti ég mér á bakið upp í bæli með
stunum og dæsum, þakkaði guði fyrir þessa blessuðu
saðningu og bað hann að gefa mér sem allra fyrst aðra