Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 36
226
Oscar Wilde.
ÍÐUNN
- »Viðræða hans var með afbrigðum mild, með afbrigð-
um ástúðleg, með afbrigðum hrein: Ekkert hart eða
ófaguít eða beizkt orð kom nokkru sinni fram á þessar
mælsku, hlæjandi varir.. . Þegar ég stefni til fundar
angurblíðra minninga þeim öndum, sem ég hefi mætt
og unnað í lífinu, mönnum, sem voru frægir, og mönn-
um með ófullnægðri viðurkenning, sakna ég engis jafn
mikið og ég sakna Oscars Wilde. Ég vildi heldur eiga
kvöld með honum heldur en með Renan, eða Carlyle,
eða Verlaine, eða Dick Burton, eða Davidson. Ég vildi
heldur heimta hann aftur nú en því nær nokkurn ann-
an, sem ég hefi nokkru sinni hitt. Ég hefi þekt hug-
djarfari anda, og einstöku dýpri anda; anda, sem stóðu
í lífrænna sambandi við skyldurækni og veglyndi, en ég
hefi engan mann þekt meira heillandi, meira vekjandi,
meira gagntakandi... Ég held ekki, að í ríki dauðans
geti fundist neinn jafn aðlaðandi, jafn töfrandi félagi*.
Hvernig getur það þá atvikast, að manni af slíkri
gerð, manni, sem dæmdi sjálfan sig réttilega með þeim
orðum, að »ég stóð í táknrænu sambandi við list og
menning minnar aldar« — hvernig getur það atvikast,
að fulltrúa æðstu mentunar er varpað í fangelsi á Eng-
landi á vorum dögum og hann flæmdur út í dauðann? Það
er meira en barnalegt, ef nokkur heldur, að Oscar
Wilde hafi verið refsað fyrir það, sem hann var ákærð-
ur fyrir. Það var ekki annað en átylla til þess að geta
yfirleitt komið honum undir manna hendur. Heil heimsborg,
heil kynslóð, heill blaðaheimur heils stórveldis ofsækir
ekki mann eins og hersveit tryltra djöfla af því, að þeir
eru sannfærðir um, að þessi maður hafi framið siðferðis-
brot; siðferðisbrot, sem enginn hefir borið sig upp undan
siðferðisbrot, sem var alveg nýlega orðið saknæmt á Eng-
landi, án þess að vera saknæmt í nokkru öðru ment-