Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 88
IÐUNN
Guðmundur Friðjónsson og viðnámið.
Eftir Ragnar E. Kvaran.
Guðmundi Friðiónssyni finst ég vera ósanngjarn við
sig í orðum þeim, er ég hefi haft um sumt af því, er
hann hefir ritað, í grein, er birt var endur fyrir löngu í
Iðunni og ég nefndi »Flóttinn«. Hann leitast við að
leiðrétta þær missagnir, er mér hafi orðið á, og gerir
jafnframt töluvert ítarlega grein fyrir, hvernig hann ætl-
ast til að litið sé á ritsmíðar sínar. Greinargerð þessi er
birt í síðasta hefti Vöku (III., I. h.).
Nú er það svo sem sjálfsagt, að ekki skiftir miklu
máli, hvort ég, eða einhver annar einstakur maður, hefi
misskilið þennan höfund. Og hann ætti jafnvel að geta
notið sín ágætlega á bekk íslenzkra rithöfunda, þótt
tímarit hefði verið svo óforsjált að leyfa auðsæju skiln-
ingsleysi um hann rúm. En þegar jafn-mikilvirkur rit-
höfundur og Guðmundur Friðjónsson er, tekur að túlka
ritverk sín, þá er vissulega ástæða til þess að leggja
hlustirnar við. Yfirleitt gera skáld vor of lítið að þeirri
iðju. Þeir standa verkum sínum áreiðanlega næstir, ekki
er nokkur minsta ástæða til þess að þeir þegi við því,
sem óvitrir ritdómarar kunna að bulla um þá, og engin
ástæða er til þess, að líta á skáldverk, eða listaverk
annarar tegundar, sem einhverja óráðna gátu, er höf-
undur sé skyldur að fela ráðninguna á — sé hún ekki
öllum auðsýnileg.
En hitt er og ekki síður ljóst, að virðingin fyrir höf-
undi hlýtur óhjákvæmilega að dvína að einhverju leyti,
ef í ljós kemur, að tengslin sé lítt finnanleg milli grein-