Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 41
IÐUNN
Næturtöfrar.
231
ýmis konar rósum. Undir háu cokultré var stéft úr hvít-
um marmara, og þar var konan mín vön að sýsla með
þvottinn, meðan hún var á fótum. Þar var hún líka vön
að sitja á sumarkvöldum, þegar störfum dagsins var
iokið. Þaðan gat hún séð út á ána, en var sjálf í leyni
fyrir forvitnum augum farþeganna á gufubátunum, sem
fóru upp og ofan fljótið.
Tunglskinskvöld eitt í apríl, eftir að hún hafði verið
við rúmið dögum saman, lét hún í ljós þá ósk, að fá
að koma út úr kæfandi inniloftinu og sitja í garðinum
um stund.
Ég tók hana upp með mestu varfærni, bar hana út
og setti hana á marmarastéttina undir trénu. Nokkur
cokulblóm féllu niður af trénu,. og tunglsljósið hripaði
niður um greinanetið yfir henni og varpaði bláhvítum
blettum á tærða ásjónu hennar. Það var stillilogn og
hlýtt þarna í kvöldhúminu. Angan blómanna var þung
og áfeng. Og þegar ég horfði niður á andlit hennar,
vöknaði mér um augu.
Ég færði mig nær henni með hægð og tók í hönd
henni. Höndin var mögur og þvöl. Hún reyndi ekki að
losa hana. Þannig sátum við stundarkorn, og hjarta mitt
var fult af meðaumkun og ástúð. Og ég hvíslaði: »Ég
mun aldrei geta gleymt ást þinni«.
Hún hló við, og í hlátrinum var alt í senn: hamingja,
tortrygni og kaldhæðni. Hún svaraði engu orði. En samt
sem áður skildi ég, að hún trúði því ekki, að ég myndi
aldrei gleyma henni, og mér skildist einnig, að hún
óskaði þess ekki. Aldrei hafði ég haft hugrekki til að
sýna henni ást mína alla — einmitt vegna þessa hláturs.
011 þau fögru orð, sem ég hafði fyrir fram ásett mér
að hvísla í eyra henni, urðu að hégómlegu heimskuhjali
jafnskjótt og ég var kominn í návist hennar.