Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 77
SÐUNN
Lifandi kristindómur og ég.
267
áhrifum, sem húslestrarnir hafi haft á hug þeirra og
hjarta. Og allir hafa þeir svarað einum rómi, að einni
manneskju frá skilinni, að húslestrarnir hafi verið hund-
leiðinlegir, og þeir þvertaka fyrir, að þeir hafi látið þeim
í té neina andlega uppbyggingu. Sumir synir sjálfra
prestanna kváðust hafa drepið guðræknisstundirnar með
því að sofa undir lestrinum.
Ég hygg, að flestir óspiltir, hræsnislausir unglingar
kannist betur við lýsingu Þorsteins Erlingssonar á hátíð-
legri guðræknisstund heldur en endurminningakerfi Sig-
urðar prófessors Sívertsens. Þorsteinn hefir lýst í Eiðn-
um áhrifum helgustu guðrækni ársins, sjálfri jólaguð-
rækninni. Hann orðar trúarhrifningu sína á þessa leið:
Blessuö jólin. Ekkert á
æskan kærra á sínum vegi.
En ég minnist aldrei þá
yndis, fyr en hallar degi.
Kanske er ýmsu góðu gleymt.
Grautinn man ég. Hann var sætur.
Eg fór sjálfsagt seint á fætur,
því er annað illa geymt.
Svo kom húmið, sælt og þráð.
Samt er stundin illa valin.
Hygni sú er silungs ráð:
v Sjálfur ber með kollinn falinn.
Bíddu unz ljósin loga skært,
láttu fólkið hnappast inni,
hvern og einn að angan sinni
þefa lengi, verða vært.
Manstu ekki eftir þessum þef,
þegar angar jólavaka?
Meðan ég á minni og nef,
mun hann enginn frá mér taka.