Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 100
290
Quðm. Friðjónsson og viðnámið.
IÐUNN
heiðakot landsins hefir yfirleitt mátt segja, að þar hafi
menn lifað á íslenzkum, þriflegum og kjarngóðum mat.
Dætur hafa lært af mæðrum sínum þá matargerð um
ár og aldir, sem hæfir bezt í landinu og þjóðinni gagnar
í þuí loftslagi, sem hún hefir alist við. Kássuréttir og
sætabrauð matreiðslukvenna, sem lært hafa utanlands, er
okkur óþarft og ef til vill skaðlegur faraldur. Efnafræðis-
rannsóknir hafa leitt í ljós, að íslenzkur matur, eins og
mæður vorar og ömmur báru hann á borð, fullnægir
líffærunum betur en námskeiðaréttir. »Ég drep á þetta«,
segir G. F. »til þess að sýna það, eða færa líkur að
því, að brjóstvitið, hugboðið (instinkt) sér stundum betur
auga (yfirborðs-) menningar vorrar*.
í ritstjórn Vöku eru tveir sálarfræðingar. Mér þætti
fróðlegt að frétta, hvað þeir leggja til málanna um þessa
nýju skýringu á hugtakinu instinkt, sem tímarit þeirra
flytur. En vér erum hér rétt við dyrnar á algengri og
hættulegri villu eða misskilningi. Það er talað svo um
líf vort, sem hver sá búningur, er það tekur, sé bein-
línis borinn fram af innri nauðsyn, innri hvöt, instinkt,
sem hafi vit fyrir oss, ef vér lofum því að fara sínu fram
í friði. En fyrir því var mannlegt líf þennan óratíma að
hefja sig til menningar, að það hafði lengi ekkert annað
við að styðjast en instinkt. Hugleiðingar um það eru
raunar ekki aðalatriði í sambandi við dæmi G. F. Aðal-
atriðið er, að instinkt hefir ekki að nokkuru minsta leyti
verið riðið við matarhæfi Islendinga. íslendingar hafa
neptt alls, sem tönn festi á í landinu, og haldið sér
síðan við það, sem þeim varð ekki meint af. Og mér
þykir mjög mikið vafamál, hvort nokkur einasta sjálfstæð
uppgötvun um reiðslu matar hefir verið gerð í landinu
frá landnámstíð. Þeir hafa etið kjöf og filreiít það á
þrennan hátt: nýtt, saltað og hangið (ef til vill stundum