Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 73
IÐUNN
Llfandi kristindómur og ég.
263
í Suðursveit. Og mér er óhætt að fullyrða, að þessu
líkar hafi trúariðkanir manna verið á meginþorra allra
heimila í Austur-Skaftafellssýslu fram yfir síðustu aldamót.
Eg vil árétta það enn þá einu sinni, að guðsótti ætt-
ingja minna átti ekkert skylt við hræsni heimatrúboðs-
seggsins, sem rembist við að gera siðleysi sitt að út-
gengilegum varningi með kristilegum sunnudagaskóla
eða bænasamkundum í Kristilegu félagi ungra manna.
Og guðræknisiðkanir þeirra voru ekki um hönd hafðar
til þess að vinna fyrir sér eða varpa helgiljóma yfir
barnamorðin í kjallaraíbúðunum hér í Reykjavík eins og
kunnugt er um einn háttsettan kristindómsvin og hluta-
bréfaeiganda í höfuðstað íslands. Guðræknisiðkanir ætt-
ingja minna voru sprottnar af trú, fölskvalausri trú,
einlægri trúarvissu. Þær voru lifandi kristindómur.
VI.
Eg var ekki gamall, þegar farið var að troða í mig
versum, sálmum og bænum. Það kom á móður mína
eins og mörg önnur vandaverk. Hún kendi mér kynstrin
öll af andlegum vísdómi, bæði í bundnu og óbundnu
máli, leiðbeindi mér í að hagnýta mér hann og áminti
mig daglega um að beita honum, hvort sem mér gengi
með eða móti og hvert sem ég færi og flæktist. Margt
kvöldið sat hún uppi í rúmi sínu og kendi mér vers og
bænir eða hlýddi mér yfir það, sem hún hafði áður í
mig troðið. Hún lét sér einstaklega umhugað, að ég
tryði öllu þessu bókstaflega og iðkaði það með sönnum
guðsótta og einlægri alvöru.
Og amma mín og móðir mín sögðu mér sögur úr Heilagri
ritningu af óhlýðnum strákum, af reiði guðs og réttvísi,
af handleiðslu heilagrar þrenningar á syndum spiltum