Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 118
308
Skuldamál Evrópu.
ÍÐUNN
borga með, en verksmiðjur þær og firmu, sem afgreiddu
vörurnar og vitanlega voru ekki opinber fyrirtæki, urðu
að fá sitt. Um annað var því ekki að gera fyrir þessi
ríki en að taka lán. Hjá stjórnum Bretlands og Banda-
ríkjanna var heldur engin fyrirstaða á að fá lán til þess-
ara hluta. Þannig lánuðu Bretar skjólstæðingum sínum
á meginlandinu svo gegndarlaust, að þeir urðu sjálfir að
taka stórlán í Ameríku til að greiða hergagna-pantanir
sínar þar vestra. Brefar urðu því bæði lánardrotnar og
lánþegar í stórum stíl. Þó er sú upphæð, er þeir eiga
hjá skuldunaufum sínum, miklu hærri en sú, er þeir
skulda Bandaríkjunum. Að undanskildum Bandaríkjunum,
sem eiga hjá öllum, en skulda engum neitt, er Bretland
eina ríkið, sem á meira hjá öðrum, en það skuldar sjálft.
í styrjaldarlokin stóðu skuldareikningarnir hér um bil
svona:
Bandaríkin áttu kröfur á Bretland, sem námu^ um
4,200 miljónum; á Frakkland um 3,000 milj.; á Ítalíu
um 1,600 milj.; á önnur samherjaríki um 600 milj. —
alt talið í amerískum dollurum.
Bretland skuldaði Bandaríkjunum 4,200 milj. dollara,
en átti kröfur á önnur ríki eins og hér segir: A Rúss-
land 3,400 milj.; á Frakkland 3,000 milj.; á Ítalíu 2,500
milj; á önnur samherjaríki 500 milj. — alt talið í dollurum.
Frakkar áttu hjá Rússum um 1,500 milj, dollara, hjá
Belgum 300 milj., hjá öðrum samherjum um 1,300 milj.
Aftur á móti skulduðu þeir Bandaríkjamönnum og Bret-
urn sínar 3,000 miljónirnar hvorum.
ítalir skulduðu Bretum 2,500 milj. og Bandaríkja-
mönnum 1,600 milj., eins og áður er sagt. — Hjá hin-
um smærri ríkjum voru skuldareikningarnir eðlilega lægri
en hjá þessum stórlöxum.
Um stríðsskuldakröfur áhendur Rússum er það aðsegja,
að með þeim er yfirleitt ekki reiknað í »praktiskri póli-
tík«. Þar hafa skuldheimtumennirnir fyrirgert rétti sín-
um. Á árunum 1918—20 háðu þeir — og þá sérstak-
Iega Bretar og Frakkar — í raun og veru ófrið við
Rússa, studdu með ráðum og dáð alla uppreistarforingja
gegn ráðstjórninni, svo sem Judenitsch, Koltschack,