Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 53

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 53
IÐUNN Lifandi kristindómur og ég. 243 lestrar voru venjulega lesnir í vökulok, rétt áður en fólk gekk til náða. En framan af vökunni voru fornsögurnar lesnar eða riddarasögur eða rímur kveðnar. Þeir lestrar urðu venjulega mitt hlutskifti. En húslestra alla las móðir mín. Sálmana sungu tveir til þrír heimilismenn með henni. Hugvekjurnar, sem lesnar voru frá vetrarkomu til lönguföstu voru svo ómerkilegar, að ég lærði aldrei nafnið á þeim né höfundinum. Af því virðist mér nú sennilegast, að þær hafi hlotið að vera eftir Pétur biskup. Þessar hugvekjur heyrði ég lesnar með hátíðlegri andakt í 16 ár á hverju virku kvöldi frá vetrarkomu til löngu- föstu. Samt hafði ég aldrei neina hugmynd um, um hvað þær voru. ' Sálmar þeir, er sungnir voru með þessum kvöldlestr- um, snertu svo lítið hjarta mitt, að þegar ég fór alfarinn úr föðurgarði, hafði ég ekkert hugboð um, eftir hvern þeir voru. í æsku var ég svo næmur á kveðskap, að árið 1910 kunni ég utanbókar milli 5 og 10 þúsund erindi. En í kvöldsálmunum, sem sungnir voru frá vetrar- komu til langaföstu, tókst mér aldrei að læra meira en tvær fyrstu hendingarnar í fyrsta sálminum. Þær voru svona: Sumartíðin felst undir faldi. Farin blíða, en veturinn kaldi . . . í tveimur seinni hendingunum var svo eitthvað talað um líkblæju, sem hyldi jörðina, og fölnaðan og kalinn jarðar- gróður. Þetta var eina uppbyggingin, sem ég bar úr býtum af guðræknisiðkununum frá vetrarkomu til Ianga- föstu. Þá gekk langafastan í garð með útsynningsgarra, jarðbönnum og nýju hugvekjumoði. Með henni var byrjað að lesa einhverjar Vigfúsarhugvekjur og Sighvatsbænir, en Passíusálmarnir voru sungnir fyrir og eftir lesturinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.