Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 65

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 65
IÐUNN Lifandi kristindómur og ég. 255 mín! Og ég bað Guð að lofa ömmu minni að halda dýrðarkórónunni dýru og rétilætisskrúðanum skíra, sem Hallgrímur Pétursson hafði heitið henni í útfararsálm- inum, að heilagri þrenningu fornspurðri. »Ef það er þá ekki alt saman haugalýgi*, tautaði ég við sjálfan mig, steytti hnefann móti himninum, sem hafði rænt mig ömmu minni og skellihló að dýrðarkórónu og réttlætis- skrúða Hallgríms Péturssonar. Um útfararsiði við kirkjuna var mér flest harla óljóst, því að ég forðaðist að koma þar nærri. Þó hleraði ég það af frásögn fólks, að sálmurinn »Alt eins og blómstrið eina« væri æfinlega sunginn frá upphafi til enda yfir moldum hins látna. Að kveldi dags, þegar greftrunin var um garð gengin, safnaðist líkfylgdin aftur saman á heimili hins framliðna. I þennan hóp bættist nú slangur af krökkum og gamal- mennum, sem ekki áttu kost á að fylgja líkinu til grafar. Mannsöfnuðurinn settist því næst glaður og reifur að gómsætum krásum. Enn þann dag í dag finst mér ég vera líkamlegur samherji mannsins, sem fastaði fjörutíu daga og fjörutíu nætur úti í eyðimörkinni, þegar ég minnist þeirra dýru rétta, er á borð voru bornir, kvöldið sem amma mín var lögð til hinztu hvíldar. Nú var stemn- ingin dálítið á annan veg en um morguninn. Ánægju og samvizkufrið stafaði af ásjónum veizlugestanna. Enginn hafði neina löngun til að eitra andrúmsloft gleðinnar með dapurlegum sálmarollum um synd og dauða. En þess í stað blandaðist saman við hnífaglamrið, matarsmjattið og sæta ilman reyktra bringukolla »Ó, mín flaskan fríða*. Og afi minn kvað nú við raust sömu vísuna og hann raulaði fyrir munni sér, þegar hann kvæntist ömmu minni fyrir fjörutíu árum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.