Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 65
IÐUNN
Lifandi kristindómur og ég.
255
mín! Og ég bað Guð að lofa ömmu minni að halda
dýrðarkórónunni dýru og rétilætisskrúðanum skíra, sem
Hallgrímur Pétursson hafði heitið henni í útfararsálm-
inum, að heilagri þrenningu fornspurðri. »Ef það er þá
ekki alt saman haugalýgi*, tautaði ég við sjálfan mig,
steytti hnefann móti himninum, sem hafði rænt mig
ömmu minni og skellihló að dýrðarkórónu og réttlætis-
skrúða Hallgríms Péturssonar.
Um útfararsiði við kirkjuna var mér flest harla óljóst,
því að ég forðaðist að koma þar nærri. Þó hleraði ég
það af frásögn fólks, að sálmurinn »Alt eins og blómstrið
eina« væri æfinlega sunginn frá upphafi til enda yfir
moldum hins látna.
Að kveldi dags, þegar greftrunin var um garð gengin,
safnaðist líkfylgdin aftur saman á heimili hins framliðna.
I þennan hóp bættist nú slangur af krökkum og gamal-
mennum, sem ekki áttu kost á að fylgja líkinu til grafar.
Mannsöfnuðurinn settist því næst glaður og reifur að
gómsætum krásum. Enn þann dag í dag finst mér ég
vera líkamlegur samherji mannsins, sem fastaði fjörutíu
daga og fjörutíu nætur úti í eyðimörkinni, þegar ég
minnist þeirra dýru rétta, er á borð voru bornir, kvöldið
sem amma mín var lögð til hinztu hvíldar. Nú var stemn-
ingin dálítið á annan veg en um morguninn. Ánægju og
samvizkufrið stafaði af ásjónum veizlugestanna. Enginn
hafði neina löngun til að eitra andrúmsloft gleðinnar með
dapurlegum sálmarollum um synd og dauða. En þess í
stað blandaðist saman við hnífaglamrið, matarsmjattið og
sæta ilman reyktra bringukolla »Ó, mín flaskan fríða*.
Og afi minn kvað nú við raust sömu vísuna og hann
raulaði fyrir munni sér, þegar hann kvæntist ömmu
minni fyrir fjörutíu árum: