Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 25
ÍÐUNN
Oscar Wilde.
215
komin út í mörgum bindum. Það er hryllileg bók,
hryllilegt að sjá, hvernig ofstæki múgsins getur breytt
dómssalnum í bústað hróplegrar hlutdrægni, hleypidóma >
og mannvonzku, svo að jafnvel föst dómsköp verða að
þoka fyrir tilganginum: hefnd múgsins. Þessi bók er
svartasti blettur á sögu enskrar dómgæzlu.
í málságripi sínu sagði dómarinn, að refsingin væri
langt of mild. Tíu árum áður hafði refsingin yfirleitt
ekki verið til í enskri löggjöf. Og Oscar Wilde var ekki
enn búinn að afplána hana, þegar konungleg brezk
nefnd kvað upp um, að slík refsing væri »ómannleg«
og lagði til, að hún yrði numin út úr lögbókinni. Það
var gert fám árum síðar.
Það er deginum Ijósara af dómskjölunum, að Oscar
Wilde var dæmdur án nokkurra sannana. Hann var
ekki einu sinni dæmdur eftir sterkum líkum. Hann var
dæmdur eftir sterkum grun. Því að engum, sem þekkir
sögu Oscars Wilde, dettur í hug að neita, að kynferðis-
líf hans hafi verið sjúkt.
Einmitt sjúkt. Hormónafræðin hefir breytt kynvillu úr
lesti í sjúkdóm. Steinach hefir m. a. unnið stórvirki með
því að breyta hugmyndum almennings um þetta sorgar-
hlutskifti mannlegs líkama. Því að hvaða missmíð nátt-
úrunnar er hörmulegri en þessi: að fæðast karlmaður
með fýsn og eðli konu?
Oscar Wilde barðist lengi og hraustlega gegn svo
þungum örlögum. Freistingin sendi til höfuðs honum
ungan Baldur, og þó varðist hann enn og tók upp það
ráð að meinlæta sig með andlegri vinnu. Mitt í þeirri
göfugu baráttu við hermdargjöf náttúrunnar var hann
gripinn höndum. Hann vildi ekki flýja, önd hans var
óbuguð enn. En mennirnir kunnu á henni tökin! A
móts við þá voru jafnvel hin grimmustu örlög mild.