Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 109
tÐUNN
Nýr rithöfundur.
299
mánuð, af því að hann hefir solgið í sig eiturgas. Á
daginn situr hann tímunum saman í litlum, sólríkum
garði og lifir í þeirri trú, að bráðum verði hætt að
berjast og hermönnunum verði veitt heimfararleyfi. Hann
megnar ekki að hugsa nema þessa einu hugsun, en
hann er yfirleitt rólegur þrátt fyrir allt, sem á undan
er gengið.
Ófriðurinn heldur áfram, og hann er enn þá sendur
til vígsíöðvanna. Þar heyir hann síðustu baráttu sína og
fellur í októbermánuði, rétt fyrir stríðslokin, einn dag,
þegar allt er með svo kyrrum kjörum, að fréttaskeytin
segja: Engar nýjungar frá vesiurvígstöðvunum.
Bók Remarques hefir gert hann heimsfrægan á fám
mánuðum. Hún virðist í fljótu bragði ekki vera sérlegt
andlegt þrekvirki, en hinar hlutlausu og hófsömu lýsingar
hans hafa orðið mörgum þeim mönnum opinberun, sem
hafa skilyrði til að skilja ógnir heimsófriðarins, og þar
er vafalaust margt dregið fram, sem hver vitur maður
vildi sagt hafa. Vel mætti bókin verða til þess, að opna
nokkuð betur augu manna fyrir því, hve ósæmilegur
skrípaleikur styrjaldir eru. Sjálfur lætur Remarque þess
getið, að hún sé hvorki ásökun né játning heldur tilraun
til að segja frá kynslóð, sem ófriðurinn lamaði, enda
þótt hún yrði ekki fyrir sjálfum sprengikúlunum.
Engu skal hér spáð um það, hve lengi bók Re-
marques muni verða lesin. Væntanlega fyrnist hún brátt
eins og flestar hinar stríðsbækurnar. Ógnir heimsstyrj-
aldarinnar smá fjarlægjast og gleymast furðu fljótt, og
það er vafasamt, hvort komandi kynslóðir endast yfirleitt
til að lesa nema hæfilegt brot af þeim bókum, tímaritum
og blöðum, sem út koma um þeirra daga.
Einn Þjóðverji hefir sagt um bók Remarques, að hún