Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 56
246
Lifandi kristindómur og ég.
IÐUNN
ekki minnist ég þess heldur, að miðvikudagslestrarnir
gengju ekki altaf upp.
Þegar lestrarmaður hafði lokið við að lesa hugvekjuna
og tilheyrandi bæn, flutti hann Faðirvor í heyranda hljóði,
en allir, sem á lesturinn hlýddu, bændu sig, sem svo
var kallað, það er héldu hönd fyrir ásýnd sinni og lásu
með sjálfum sér Faðirvor. Ég studdi altaf hönd undir
kinn. Mér fanst hitt svo sentimentalt. í lok Faðirvors
var auðvitað altaf lesin þessi drottinlega bæn: »Drottinn
blessi oss og varðveiti oss. Drottinn láti sína ásjónu
lýsa yfir oss og sé oss náðugur. Drottinn snúi sínu
augliti til vor og gefi oss sinn frið í ]esú náðarnafni.
Amen«. En aftan við þessa bæn hnýttu margir aðra
fyrirbæn, sem hljóðaði svo: »Frá bráðum og illum og
óvissum dauða, eitífri fyrirdæmingu og öllu því illu, er
oss kann að skaða til lífs eða sálar, þar frá verndi oss
og varðveiti sú heilaga, háblessaða guðdómsins þrenning,
Guð faðir, Guð sonur og Guð heilagur andi. Þessa
vora blessaða bæn biðjum við þig Jesús fram bera fyrir
Guð í himininn. Amen«.
Að lestri loknum þökkuðu allir lestrarmanni fyrir lest-
urinn með svofeldum orðum, en ekki handabandi: »Þökk
(þakk) fyrir lesturinn*. En lestrarmaður svaraði og sagði:
»Guð blessi þig« eða »Guð blessi ykkur«, ef fleiri en
einn þökkuðu fyrir lesturinn í sama andartaki.
Allir sátu berhöfðaðir, siðprúðir og hátíðlegir undir
lestri og hlýddu á orð Guðs með þögn og andakt.
Sjaldan leyfði fólk sér að hafa verk handa millum,
meðan lesið var. Sízt af öllu mátti snerta verkefni, er
ollu hávaða eða vinna varð með vakandi athygli. Bannað
var að »særa tré« undir lestri, og á helgum dögum
þóttu slíkar tiltektir óguðlegt athæfi.
Bærinn, sem ég er fæddur og uppalinn á, stendur á