Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 23
ÍÐUNN
Oscar Wilde.
213
að hann vildi ekki flýja? Hann vissi manna bezt, að
hann varð ekki réttilega dæmdur fyrir neitt, sem hann
hafði gert. En hann vissi manna sízt, að það var alveg
aukaatriði. Alt England, hvert einasta blað landsins,
hafði daglega um marga mánuði stimplað Oscar Wilde
sem glæpamann og heimtað hann dæmdan. Undir þessu
daglega fargi lá kviðdómurinn og dómarinn, alveg eins
og mannsaldri síðar í Sacco-Vanzetti-málinu í Boston.
Úr því að hann varð ekki dæmdur fyrir athafnir sínar,
varð að reyna að dæma hann fyrir orð sín. Hann hafði
ritað Alfred Douglas nokkur bréf, sem Alfred Wood
nokkur, alræmdur þjófur, hafði stolið. Wood flaggaði
með þeim og lét það berast til Wilde’s. Wilde náði
öllum bréfunum nema einu, sem Wood vildi kúga út úr
honum töluvert fé fyrir að láta af hendi. Þetta bréf
seldi Wood til ákærenda Wilde’s, og það kom fram í
réttinum í málsbyrjun. Af því að aðal-ákæran gegn
Wilde snerist lengi um þetta bréf, set ég það hér þýtt:
Elsku vinur (My own Boy)!
Sonneftan þtn er alveg indæl, og það er dásamlegt að þínar
rauðu rósblaða-varir skyldi ekki síður vera skapaðar fyrir
trylling söngs og ljóða en fyrir trylling kossa. Enginn Hyakin-
þos fylgdi ástinni svo trylt á grískum dögum sem þú. Af
hverju ertu einn í London, og hve nær ferðu til Salisbury?
Blessaður farðu þangað, og svalaðu höndum þínum í gráu
rökkri gotneskra muna. Komdu hingað hve nær sem þú vilt.
Þetta er indæll staður og vantar ekkert nema þig. Blessaður
farðu fyrst til Salisbury. Alt af með ódauðlegum kærleika
þinn Oscar.
í hverri yfirheyrslunni eftir aðra var þessu bréfi haldið
uppi sem tákni einhverrar hinnar hryllilegustu siðspill-
ingar. Þangað til það fór að verða hættulegt fyrir Alfred
Douglas. Þá mátti ekki lengur nefna það. Málaferlin
voru orðin að hreinum skrípaleik. Hámarki skrípaleiks-