Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 78
268
Lifandi Uristindómur og ég.
IÐUNN
Matur, Whist og Vídalín
vitin fyltu helgum anda,
allra þefja blessuð blanda,
kaffi, brauð og brennivín.
Bænir og vers lærði ég illindalítið, ekki af trú eða
þörf til guðræknisiðkana, heldur til þess að kaupa mér frið
á heimilinu. En húslestrarnir og Helgakver voru aðal bölv-
un æsku minnar. Eg var iðjusamur unglingur að eðlis-
fari. Eg beið tjón á sálu minni í hvert sinn, sem ég
hafði ekki eitthvað handa millum. Þess vegna urðu hús-
Iestrarnir mér óbærilegur kross, undir eins og ég komst
til vits og ára. Ég þjáðist af að sitja auðum höndum
undir þessum langdregnu, hugsunarlausu helgirollum.
Lestrarir færðu mér enga blessun, enga andlega lyftingu,
enga skemtun, engan fróðleik, enga vizku, enga þekk-
ingu, enga trú. Þeir greiddu ekki úr einni einustu spurn-
ingu, sem hinar sýnilegu og huldu veraldir lögðu fyrir
minn þekkingarþyrsta barnsheila. Þeir gerðu enga til-
raun til að ráða fram úr einni einustu ráðgátu, sem ég
hafði glímt við árangurslaust í einverustundum mínum.
Þeir fluttu mínu fáskrúðuga æskulífi ekki einu sinni svo
lítinn listaryl, að þeir megnuðu að beina hugrenningum
mínum að neinu guðdómlegra en botnlausum leiðindum
út af því að vera svo fyrirlitlegur smælingi að vera pynt-
aður til að húka undir þessum dapurlega, klunnalega
samsetningi innantómra orða. Húslestrarnir mintust al-
drei á nokkurn skapaðan hlut, sem ætti erindi til mín.
Þeir voru kjaftavaðall um ekki neitt.
Þessi andlausa, ólistfenga, þokukenda, rakalausa mærð
um pínu og dauða Jesú Krists, um fallvaltleik lífsins,
um náðina og syndina, um Djöfulinn, heiminn og vort
hold, um borgaralegar smádygðir, um réttindi húsbónd-
ans og skyldur þrælsins, um upprisu holdsins og eilíft