Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 9
IÐUNN
Oscar Wilde.
199
— þar var allur þorrinn ekki fær um að sjá neitt á bak
við annað en blygðunarlaust málsvar blákaldrar lýgni!
í þessari bók er að finna sumar hinna meistaraleg-
ustu ritgerða, sem ensk tunga geymir. Eg nefni til dæmis
The Critic as Artist. Hvað annað get ég sagt um þessa
tvöföldu ritgerð, sem fjallar um það, að mat listarinnar
sé sjálfstæð list? Eg hefi þekt menn, sem yptu öxlum
um leið og þeir lögðu frá sér bókina: ]æja, mat listar-
innar er sjálfstæð list. Ég hefi þekt aðra, sem lögðu
hana fra sér með dýpstu áhrifum æðstu listar — með
sársauka undan unaðinum.
En þetta verk var alt of fíngers eðlis til að geta kent
enskum hleypidómum nokkra hæversku. Það var fyrir
löngu farið að pískra nafn Oscars Wilde í sambandi við
afeðla syndir og undarlega lesti. Nú komst það í há-
mæli. Wilde brosti sem áður — brosti og ögraði. ]afn-
skjótt og þessi orðrómur um hans einkalíf reis upp, gaf
hann út smárit: The Picture of Mr. W. H., ritgerð um
sonnettur Shakespeares, þar sem hann er sammála nú-
tíðar-ritkönnuðum um, að fyrri helming sonnettanna sé
beint til Lord Williams Herbert, en ver af kappi hina
gömlu tilgátu, að til hans sé ekki beint tileinkun Thor-
pe’s til »Mr. W. H.«, heldur til ungs mans í leikflokki
Shakespeares, William Hughes að nafni. Þessi skýring
ónýtti að vísu þá úrlausn, að Shakespeare hafi verið ó-
smekklegur uppviðrari, en gaf hins vegar í skyn, að
ástafar hans hafi ekki verið eðlilegt. Oscar Wilde
vissi sjálfur, hvorn dóminn landar hans mundi að-
hyllast.
Ritið vakti eldheitar umræður við þúsundir teborða í
London. Blöðin skiftust, ýmist til lofs eða óbeitar, en
fjandmenn Oscars Wilde stóðu hér sameinaðir í fyrsta