Andvari - 01.01.1908, Side 11
Árni Thorsteinsson.
5
hinn síðasti bær, sem í bygð hefir verið af Dyn-
skógahverfi hinu forna. Hefir það verið eyðijörð
siðan eptir Kötlugosið 1823. Síðan bjó Þorsteinn
Steingrímsson í Sauðhúsnesi í Álptaveri, — sem upphaf-
lega mun vera bygt úr heimalandi Þykkvabæjar-
klausturs, — og þar var Bjarni amtmaður fæddur
1781, en síðast flutti Þorsteinn að Iverlingardal í
Mýrdal, og þar andaðist hann 1794. Þorsteinn var
af hinni merku Steingrímsætt í Skagalirði og bróðir
Jóns prófasts Steingrímssonar á Prestsbakka á Síðn,
er lézt 1791, og var bæði lærdóms og nytjamaður á
alla lund. Systir þeirra síra Jóns og Þorsteins var
Helga móðir Steingríms hiskups, svo að biskup og
Bjarni amtmaður voru systkinasynir. En kona Þqr-
steins í Kerlingardal og móðir Bjarna amtmanns var
Guðríður dóttir Bjarna sýslumanns í Skaptafellsþingi
Nikulássonar, sem andaðist fjörgainall 1764. Hafa
margir náð háum aldri af kyni Bjarna. Segja fróðir
menn, að Bjarni Nikulásson muni hafa verið fæddur
nálægt 1670, og telja svo til, að samanlagður aldur
þeirra þriggja Bjarna sýslumanns, Guðríðar dóttur
hans og Bjarna amtmanns sonar hennar taki yfir full
200 ár1. Af Þorsteini Steingrímssyni og systkinum
Bjarna amtmanns er mart manna komið um Álpta-
ver, Meðalland og Mýrdal. En kona Bjarna amt-
manns og móðir Árna landfógeta var Þórunn (d. 1886)
dóttir Hannesar biskups Finnssonar, og er sú ætt
alkunn2. Voru þeir systkinasynir Árni landfógeti,
Hilmar landshöfðingi Finsen og Vilhjálmur Finsen
og bræður hans. Tveir voru synir þeirra Bjarna
amtmanns og Þórunnar aðrir en Árni. Var annar
þeirra Finnur, examinatus juris, er lézt í Álaborg
1853, en hinn er Steingrímur rektor.
1) Tímarit Bókmfél. V, 177.
2) Um ætt Árna landí'ógetn sjá Timarit Jóns Péturssonnr I, 9--1J, 31,
34—35, og Sunnanfara VI. 2.